Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

56 mms.is UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um geðrækt, núvitund og hugarró, bls. 57‒61 í dagbókinni. Fram kemur í byrjun þáttar að geðheilsa er meira en að vera laus við geðraskanir og að jafnvægi skiptir máli. Það er eðlilegt að upplifa sveiflur og gott að minna á að við getum oft sjálf haft áhrif á líðan okkar og getum stuðlað að góðri geðheilsu eins og líkamlegri heilsu. KAFLI GEÐRÆKT, NÚVITUND OG HUGARRÓ 7 HUGTAKALISTI GEÐHEILSA (e. mental health) felur í sér líðan einstaklinga, viðhorf þeirra til sjálfs síns, færni til að mynda tengsl við aðra, hæfni til að takast á við mismunandi aðstæður og áskoranir og það jafnvægi sem er til staðar í líðan þeirra. NÚVITUND (e. mindfulness) beinir athygli einstaklinga að líðandi stund, líkama þeirra, hugsunum og líðan. Núvitundaræfingar eru leiðir til að efla vellíðan þar sem æfingarnar fela í sér að vera til staðar í núinu, sleppa takinu á hugsunum, áhyggjum og verkjum ásamt því að sættast við það sem er. AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU: • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garði, fara svo yfir listan með nemendum áður en kennsla hefst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=