mms.is 55 • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Líkamsvitund – tengslin sem við erum í við líkama okkar. ˚ Líkamsmynd – hvernig við sjáum líkama okkar. Sjá nánari útskýringu í hugtakalista hér að framan. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 6.1 og 6.2 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI – STERKARI ÚT Í LÍFIÐ, VERKEFNI UM LÍKAMSVITUND Hér er tilvalið að nýta æfingu frá Sterkari út í lífið þar sem farið er í hugleiðslu til að veita líkama okkar athygli. Hugleiðsluna má finna HÉR. Hvetjið nemendur til að nýta sér hugleiðslu og núvitundaræfingar til að læra betur á eigin líkama og þau skilaboð sem hann sendir okkur. Hægt er að benda nemendum á að ná sér í smáforritið Sterkari út í lífið því þar megi finna alls kyns slíkar æfingar. SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni sjötta kafla ættu nemendur að: • Þekkja munin á líkamsvitund og líkamsmynd • Þekkja leiðir til að efla líkamsvitund Áður en haldið er yfir í næsta kafla, rifjaðu stuttlega upp efni kaflans og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var ... 2. Ég myndi vilja vita meira um ... 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það ... Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=