mms.is 53 UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um líkamsvitund og líkamsmynd, bls. 50‒56 í dagbókinni. Umræðan fer aðeins fram og aftur og tengist líkamsvitund sem og líkamsmynd. Þegar einhver kemur of nálægt okkur, í okkar persónulega rými, þá finnum við fyrir einhverju í líkamanum. Líkaminn getur verið að segja að okkur líði ekki vel. Það tengist fremur líkamsvitund en líkamsmynd. Það er einnig margt annað sem líkaminn segir okkur tengt líðan s.s. kvíða, reiði o.þ.h. Hér er tækifæri að gera meira úr því að vera góð við líkama okkar umfram það að tala fallega til hans, bera á sig krem og fara í heita sturtu. Fá nemendur til að koma með uppástungur eins og að borða næringarríkan mat og fara í jóga. Það mætti jafnvel stoppa þáttinn áður en kemur að þessari umræðu (mínúta 02.11) og fá dæmi frá nemendum. Í umræðu um grísku stytturnar er sagt að þær séu með smá bumbu en margar styttur eru með mjúkar línur á mælikvarða nútímans. Fólk tengir á mismunandi hátt við orðið, hversu neikvætt það er að vera með bumbu en hér er verið að draga fram þær staðalmyndir sem hafa verið uppi á mismunandi tímum. Umfjöllun um raskanir eru frekar stór partur af þættinum og því er gott að draga fram mikilvægi jákvæðrar líkamsmyndar og hvernig við getum haft áhrif á hana. KAFLI LÍKAMSVITUND/LÍKAMSMYND 6 HUGTAKALISTI LÍKAMSVITUND (e. health) Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er heilbrigði ástand sem einkennist af fullkominni vellíðan í líkamlegum, andlegum og félagslegum skilningi en ekki aðeins það að vera laus við vanlíðan og sjúkdóma. LÍKAMSMYND (e. body image) er hluti af sjálfsmynd einstaklinga og felur í sér hugsanir okkar, skynjun og tilfinningar til eigin líkama. Líkamsmynd okkar mótast í gegnum samskipti okkar við umhverfið, þ.e. við lærum af umhverfinu hvað þykir æskilegt og hvað ekki í tengslum við líkamlegt útlit, getu líkamans og hvernig líkami okkar fellur að þeim viðmiðum sem samfélagið/umhverfið hefur sett.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=