Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 50 SVEFN OG SKJÁNOTKUN KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Til að bæta svefn er gott að sleppa skjánotkun a.m.k. 30 mínútum fyrir háttatíma. Með skjá er átt við síma, sjónvarp og tölvur. Bláa ljósið sem skjáirnir gefa frá sér hindra myndun melatóníns í heilanum, en melatónín er hormónið sem hvetur svefn. Notkunin seinkar því þreytueinkennunum og við vökum lengur. Því miður hafa rannsóknir einnig sýnt að áhrif ljóssins er meiri á óþroskað taugakerfi barna og unglinga samanborið við fullorðinn einstakling. Gott er að hafa tímaviðmið þegar kemur að skjánotkun en auðvitað getur verið erfitt að telja hverja mínútu þar sem nám, störf og fleira fer oft fram í gegnum skjái. Besti mælikvarðinn er að staldra við og hugsa „Hvernig líður mér þegar ég er minna fyrir fram skjáinn samanborið við þegar ég er mikið fyrir fram skjáinn?‟. Eins er gott að hugsa með sér: • Sinnir þú skóla og heimanámi? • Hittir þú vini utan skóla (ekki bara á netinu)? • Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? • Færðu nægan svefn, næringu og hreyfingu? • Veldur notkun tækjanna þér depurð eða skapsveiflum? • Felur þú skjánotkunina? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 5.4 í dagbókinni. KENNSLUSTUND 2 HREYFING KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Við getum upplifað mikinn ávinning af því að hreyfa okkur og skiptir það máli að okkur finnist skemmtileg sú hreyfingin sem við veljum að stunda. Hreyfing getur bætt skapið og minnkað streitu. Hreyfing leysir út endorfín sem er efni í líkamanum sem lætur okkur líða vel. Dagbók bls. 46 Dagbók bls. 46 5.4 5.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=