Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 49 KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Þrátt fyrir að við viljum flest gera okkar besta til að vera heilbrigð þá þýðir það ekki alltaf að við tökum skynsamlegar ákvarðanir fyrir heilsuna okkar. Ástæðurnar geta t.d. verið að við kjósum ánægju fremur en sársauka og að við viljum halda að við séum við stjórnina. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Komið með dæmi þar sem þetta hér að framan á við. • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Að fara mjög seint að sofa þegar ég þarf að vakna snemma. ˚ Ég vel að eyða mörgum klukkutímum á samfélagsmiðlum. Eftir á líður mér ekkert sérstaklega vel en ég tengi það ekki beint við að hafa verið svona lengi á samfélagsmiðlunum svo ég fer aftur inn á þá til að reyna að láta mér líða betur. SVEFN KVEIKJA AÐ EFNINU • Spurðu nemendur: Svefn er ein af megin stoðum heilsunnar. Hvaða jákvæðu afleiðingar dettur ykkur í hug sem geta fengist með því að fá nægan svefn? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Auðveldara að eiga góð samskipti við aðra ˚ Meiri orka ˚ Meira jafnaðargeð ˚ Betri einbeiting Stundum sofum við illa og það er allt í lagi. Sum okkar geta orðið kvíðin þegar við teljum slæmt að sofa ekki nógu lengi og eiga þá enn erfiðara með að sofna og sofa vel. Þannig getur skapast vítahringur. Svefn snýst um að sofa vel að meðaltali, það sama á við margt annað í lífinu eins og að borða hollt að meðaltali. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 5.3 í dagbókinni heima næstu vikuna. Dagbók bls. 44 Dagbók bls. 45 5.3 5.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=