Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 48 hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta en lestu fyrst upp þennan texta fyrir nemendur: Þríhyrningurinn á bls. 43 í dagbókinni dregur fram hvernig þrír þættir heilsu okkar tengjast saman og styðja við hver annan. Andleg og félagsleg heilsa okkar er ekki síður mikilvæg en líkamleg. Góð andleg líðan er grunnur þess að við finnum jafnvægi í daglegu lífi og því er mikilvægt að hlúa að og rækta andlegu heilsu okkar, alveg eins og þá líkamlegu og félagslegu. Félagsleg heilsa felur í sér félagslegu tengsl okkar við annað fólk. Við erum í eðli okkar félagsverur og höfum flest þörf fyrir að umgangast aðra því það veitir mörgum okkar vellíðan og jafnvel hamingju. • Spurðu nemendur: Hvað kemur upp í huga ykkar þegar þið hugsið um heilbrigði? • Spurðu nemendur: Hefur einhver fundið hvaða áhrif lítill svefn hefur? • Spurðu nemendur: Komið með dæmi um … ˚ líkamlega heilsu. ▪ Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ▫ Okkar líkamlega vellíðan getur til dæmis varðað hvernig við hreyfum okkur, nærumst og hvílumst. ˚ andlega heilsu. ▪ Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ▫ Okkar andlega vellíðan getur falið í sér hvernig við höfum nært okkur sjálf andlega með til dæmis núvitundaræfingum og hvort við þekkjum heilbrigð bjargráð sem við getum nýtt okkur þegar við þurfum að takast á við áskoranir í lífinu. ˚ félagslega heilsu. ▪ Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ▫ Félagsleg vellíðan felur svo í sér hvernig okkar félagslegu tengsl eru. Mannfólk er í eðli sínu félagsverur og höfum við flest ríka þörf fyrir að umgangast fólk því það veitir mörgum okkur hamingju og vellíðan. Við sækjumst því mörg í að taka þátt í félagsstarfi eða íþróttum. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 5.1 í dagbókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=