Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 4.4 í dagbókinni. Þau geta fundið upplýsingar t.d. með því að fara á netið eða spyrja fólk sem þau telja að viti svörin. Áður en tímanum er lokið hvettu nemendurna til að taka meðvitað pláss í vikunni með því að æfa eitt af því sem hefur verið rætt í tímanum. AUKAVERKEFNI – SAMSKIPTI OG MÖRK Samskiptasáttmáli bekkjarins, heil kennslustund Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Í samskiptum berum við öll sameiginlega ábyrgð, þið berið ábyrgð á eigin tilfinningum, þeim samskiptamáta sem þið veljið að nota ásamt þeim viðbrögðum sem þið sýnið í samskiptum við aðra. Þið getið hins vegar ekki borið ábyrgð á hinum aðilanum/unum og því er mikilvægt að horfa ávallt inn á við í samskiptum. Virk hlustun skiptir máli í samskiptum. Þá erum við í augnasambandi við þann sem talar, erum í opinni líkamsstöðu, sýnum viðeigandi svipbrigði og spyrjum spurninga út frá því sem er verið að segja til að skilja betur það sem sagt er. Við viljum vera forvitin um það sem verið er að segja. Það skiptir einnig máli að sýna viðmælanda samkennd, þ.e. geta fundið tilfinningar með þeim sem talar (t.d. samgleðjast), sýna hugsunum og upplifunum skilning og hafa löngun til að styðja eða aðstoða þann sem segir frá. Að sýna samkennd getur byggt upp traust milli einstaklinga, bætir samskipti og getur dregið úr streitu og vanlíðan. Að nota meiðandi orð og ásakanir í samskiptum leiðir yfirleitt ekki til jákvæðrar niðurstöðu. Í slíkum samskiptum endum við oft í vörn og getum dottið niður í hringiðu neikvæðra tilfinninga sem leiðir af sér skerta getu til að sýna virka hlustun og samkennd. Til að vinna gegn slíkum samskiptum ætlum við sem bekkur að setja okkur samskiptasáttmála. Í samskiptum er mikilvægt að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og geta sett mörk. Sem bekkur ætlum við að æfa okkur sameiginlega í þessu með samskiptasáttmála okkar að leiðarljósi, við þurfum að æfa okkur í að setja mörk með heilbrigðum samskiptum, þ.e. ekki árás eða ásökun, og að sama skapi þurfum við að æfa okkur í að virða mörk annarra sem og geta tekið gagnrýni. Samskiptasáttmáli er tæki þar sem við sammælumst um hvaða hegðun við viljum viðhalda innan bekkjarins. Sáttmálinn er gerður fyrir okkur og af okkur með því markmiði að hafa jákvæð áhrif á bekkjarandann. Áður en við förum í hópa vil ég að þið farið inn á þessa könnun (t.d. setja upp í gegnum Mentimeter eða Google Forms) og kjósið þau 10 gildi sem ykkur finnst mikilvægust. (Skipta skal bekknum í helst 10 hópa þar sem hver hópur vinnur með eitt gildi, eða þá t.d. 5 hópa þar sem hver hópur vinnur með 2 gildi af þeim 10 sem voru valin). Hópurinn ykkar hefur nú gildi til að vinna með, það sem við ætlum að gera er að finna 3 dæmi þar sem gildið birtist í jákvæðri hegðun, þ.e. sú hegðun sem við viljum hafa innan bekkjarins. Þið eigið einnig að finna 3 dæmi um hegðun sem myndi vinna á móti gildinu. 44

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=