Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 40 Í þessum kafla er fjallað um Mörk og að taka pláss, bls. 35‒39 í dagbókinni. Að bæði kunna og geta sett mörk er mikilvægt í öllum þeim samböndum sem við erum hluti af, hvort sem það er vina-, fjölskyldu- eða ástarsamband eða innan skóla eða vinnustaðar. Þau eru grundvöllur heilbrigðra, jákvæðra og ánægjulegra samskipta. Mörk eru alls konar, þau geta verið líkamleg, tilfinningaleg, tímaleg, stafræn og kynferðisleg svo dæmi séu nefnd. Það er ekki sjálfselskt né dónalegt að setja mörk, heldur nauðsynlegt fyrir eigin heilsu og vellíðan. Við verðum að geta sagt eigin skoðanir, hugmyndir, tilfinningar og hugsanir og þannig tekið bæði pláss í eigin lífi og sett mörk gagnvart öðrum, t.d. einstaklingum eða samfélagsmiðlum. Fram kemur að við eigum rétt á skoðunum okkar og hugsunum en hvað með neikvæðar athugasemdir um aðra, einstaklinga eða hópa, eiga þær alltaf rétt á sér? Hvað með meiðandi og særandi orð? Hvernig getum við komið skoðunum okkar og hugsunum á framfæri án þess að það valdi skaða? Gott er að nota tækifærið hér og ræða mikilvægi og áhrif þess sem við segjum. Að við setjum okkur einnig vitsmunaleg mörk. Að hægt er að setja fram skoðanir og hugsanir með öðrum hætti en að það verði meiðandi eða særandi. UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: KAFLI MÖRK - TAKTU PLÁSS HUGTAKALISTI MÖRK (e. boundaries) segja til um hvaða hegðun, snertingu og samskipti við samþykkjum frá öðrum. Mörkin okkar geta verið ólík eftir því hverjir eiga í hlut og við hvaða aðstæður (t.d. stafræn, líkamleg eða tilfinningaleg). Mörk okkar geta einnig tekið breytingum eftir því sem við eldumst, t.d. var í lagi að foreldrar klæddu okkur þegar við vorum lítil en sem unglingar þá myndu foreldrar okkar líklega fara yfir mörkin okkar með slíkri hegðun. Aldrei má þvinga eða neyða aðra einstaklinga til að fara yfir mörkin sín. 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=