Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 39 AUKAVERKEFNI – GÓÐAR OG SLÆMAR VENJUR Horfið á eftirfarandi myndband á YouTube. • Why habits matter Myndbandið er á ensku. Hægt er að fá enskan undirtexta með því að fara í Settings ( ) og velja Subtitles. Einnig hægja á hraða talmáls með því að velja Playback speed. Staldrið við og útskýrið eftir því sem við á. Að myndbandi loknu vinna nemendur verkefnið í viðauka 8, bls. 90, þar sem nemendur eiga, í litlum hópum, að flokka venjurnar í slæmar og góðar venjur. Farið síðan hringinn með nemendum og ræðið þessar venjur, hvernig hægt er að skapa slíkar venjur, hvaða áhrif hafa venjurnar á líf okkar og hvernig væri hægt að venja sig af einhverju. SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni þriðja kafla ættu nemendur að: • Geta beitt gagnrýnni hugsun meðvitað. • Komið auga á meðvitaðar og ómeðvitaðar ákvarðanir. • Hafa þekkingu á hvernig eigi að taka góða ígrundaða ákvörðun. • Átta sig á eigin venjum og vita hvernig megi breyta og/eða bæta við venjum. Áður en haldið er yfir í næsta kafla, rifjaðu stuttlega upp efni kaflans og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var ... 2. Ég myndi vilja vita meira um ... 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það ... Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi. ÁHUGAVERÐIR TENGLAR OG ANNAÐ EFNI Frá MMS og öðrum opinberum aðilum: • Hvað heldur þú? Um gagnrýna hugsun • Námstækni, Lífsvenjur Af YouTube: • Leitarorð: How to break your bad habit, AsapSCIENCE • Leitarorð: How Habits Can Change Your Life (and Your Brain)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=