Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 38 • Spurðu nemendur: Hvaða möguleikar eru í stöðunni til að koma í veg fyrir slys á fólki? Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef við breytum einhverju einu og síðan ef við breytum fleiru en einu? Fáðu nemendur til að vinna verkefni í viðauka 9, bls. 91. VENJUR KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Eins og við fórum yfir þá eru fullt af ákvörðunum sem við þurfum að taka á hverjum degi, sumt sem við gerum í okkar daglega lífi felur þó ekki í sér ákvarðanir og er það öllu heldur vani sem við höfum tileinkað okkur. Það getur til dæmis verið hvernig við byrjum daginn okkar, hvað við borðum eða borðum ekki í morgunmat, hvaða leið við löbbum í skólann og svo framvegis. Sumar venjur geta komið í veg fyrir að við náum markmiðum okkar, til dæmis ef við höfum vanið okkur á að fara aðeins of seint að sofa og þar með fáum við ekki fullan svefn og er því orkan af skornum skammti daginn eftir. Góðu fréttirnar eru að það er þó vel hægt að þróa með sér betri venjur sem geta komið í staðin fyrir þær slæmu. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 3.3 í dagbókinni. BREYTA VENJUM KVEIKJA AÐ EFNINU Skoðið síðuna Viltu breyta venjum þínum inni á Heilsuveru með nemendum til að skoða hvernig hægt er að breyta eigin venjum. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 3.4 í dagbókinni. 3.3 3.4 Dagbók bls. 32 Dagbók bls. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=