Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 37 ætti að liggja fyrir strax. Sumar ákvarðanir eru erfiðar og flóknar en það eykur líkurnar á góðri ákvörðun ef þú vandar þig í ákvarðanatökunni. • Spurðu nemendur: Þegar þið farið að velja ykkur framhaldsnám hvort haldið þið að þið séuð að taka meðvitaða eða ómeðvitaða ákvörðun? ˚ Hvað gæti gerst ef þið tækjuð ómeðvitaða ákvörðun þegar þið veljið ykkur framhaldsnám? • Spurðu nemendur: Þegar þið komið heim, eruð svöng, opnið ísskápinn og veljið ykkur eitthvað að borða. Hvort haldið þið að þið séuð að taka meðvitaða eða ómeðvitaða ákvörðun? • Spurðu nemendur: Hvaða aðrar ákvarðanir dettur ykkur í hug sem eru annaðhvort meðvitaðar og ómeðvitaðar ákvarðanir? Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: ÚTLISTA – Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Það er mikilvægt að vita hvaða möguleikar eru til staðar. Oftast eru nokkrir möguleikar til staðar en það er ekki víst að þeir séu augljósir. Þá getur verið gott að leita til annarra til að fá þá til að hjálpa til við að sjá fleiri möguleika. ÍHUGA – Hverjar eru afleiðingarnar fyrir mig og aðra? Gott er að reyna að sjá út hvað gæti gerst gott eða slæmt. Getur ákvörðunin mögulega sært einhvern annan? Það sem er hugsanlega gott fyrir einn er ekki gott fyrir annan. VELJA – Hvað vil ég gera? Það er ekki alltaf augljóst og því mikilvægt að velta því fyrir sér. Stundum getur verið gott að ræða það við einhvern sem þú treystir ef þú ert ekki viss um hvað þú vilt gera. Þegar búið er að velja besta möguleikann þá er gripið til aðgerða, eftir á getur verið gott að hugsa sig um hvort maður sé sáttur með ákvörðunina. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 3.2 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI – BESTA ÁKVÖRÐUNIN Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Hugsið um stóran foss, nálægt þessum fossi var eitt sinn lítið þorp. Foss þessi var ástæða vandræða fyrir íbúa þorpsins. Þorpsbúar voru oft að bjarga fólki frá drukknun neðst við fossinn og það varð algengara og algengara að fólk væri að detta út í sem þýddi að nánast allir þorpsbúar voru komnir í fullt starf við að bjarga fólki sem hafði dottið út í. Svona gekk þetta lengi áður en einhver vitur þorpsbúi hafði á orði hvort ekki væri sniðugt að nokkrir þorpsbúar færu í gönguferð upp fjallið til að athuga hvar og hvers vegna fólk dytti niður fossinn. Þetta þótti góð ákvörðun og þegar upp á fjall var komið sáu þau að handriðið á brúnni, sem lá yfir lækinn, var brotið og fólk sem fór yfir brúnna hljóp yfir hana. Það áttaði sig ekki á að brúargólfið var hált því vatn flæddi stundum yfir brúnna og því runnu þau út í lækinn og niður fossinn. Þegar þorpsbúar sáu þetta var hægt að bregðast við ...

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=