Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 36 AUKAVERKEFNI – RIFRILDIÐ UM APPELSÍNUNA Til kennara: Lestu eftirfarandi sögu fyrir nemendur og fáðu þau til að koma með tillögur að lausnum. Hér erum við hins vegar að leita eftir einni ákveðinni lausn, það er að nemendur spyrji „Af hverju vilja þær appelsínuna?‟, þar sem ein þeirra vill borða appelsínuna á meðan hin vill bara fá hýðið til að baka köku. Ef nemendur koma með aðrar lausnir, t.d. að finna aðra ávexti eða að skipta appelsínunni upp á einhvern annan hátt, þá skalt þú benda þeim aftur á þá staðreynd að þær vilja bara appelsínuna og vilja bara heila appelsínu. Haltu áfram að beina nemendum inn í söguna þar til að einhver nemandi spyr af hverju þær vilji heila appelsínu þá útskýrir þú ástæðu þess og þá ætti að vera einfalt að finna lausnina, þ.e. ein fær hýðið en hin aldinið. Þessi æfing felur í sér mikilvægi þess að við spyrjum okkur „af hverju‟ og „hvers vegna‟ í mismunandi aðstæðum, þannig reynum við að skilja og hugsa á gagnrýninn hátt um hlutina í kringum okkur. Lestu fyrir nemendur: SAGAN UM APPELSÍNUNA Ég á tvær dætur og við fórum upp í sumarbústað yfir helgi fyrir nokkrum mánuðum. Ég hafði keypt þrjár appelsínur og á laugardagseftirmiðdegi var einungis ein appelsína eftir. Þær byrjuðu að rökræða við hvor aðra um hvor þeirra ætti að fá appelsínuna. Á meðan sat ég í sófanum og las bók. Rökræðurnar breyttust yfir í smávægilegt rifrildi og ég hélt áfram að reyna að lesa bókina mína. Ég vildi helst ekki skipta mér af þessu rifrildi en á endanum þurfti ég að stíga inn í aðstæður þar sem þær voru farnar að hnakkrífast yfir því hvor þeirra ætti að fá appelsínuna. Ég stakk upp á að skipta appelsínunni í tvennt en þær voru báðar harðar á því að vilja heila appelsínu. Hvernig á að leysa þennan ágreining? KENNSLUSTUND 2 ÁKVARÐANATAKA HVERSDAGSLEGAR ÁKVARÐANIR KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Ákvörðun getur bæði verið meðvituð og ómeðvituð. Meðvituð ákvörðun er tekin þegar við hugsum okkur um og veltum fyrir okkur kostum og göllum og tökum ákvörðun út frá því. Ómeðvituð ákvörðun er tekin hratt að óhugsuðu máli. Meiri líkur eru á að ákvörðun reynist góð ef hún er tekin meðvitað. Þegar taka þarf ákvörðun er fyrsta skrefið að stoppa og hugsa. Stundum þarf að gefa sér tíma til þess og þann tíma verður að taka þó öðrum finnist kannski að ákvörðun 3.2 Dagbók bls. 30‒31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=