Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 35 Í þessari æfingu á að lesa hverja setningu fyrir sig og ákveða hvort hún feli í sér staðreynd eða skoðun. Vinnið tvö og tvö saman, sjá í viðauka 7 bls. 89. Mögulega er misauðvelt að greina hvaða setning er staðreynd og hver þeirra er skoðun en gerið ykkar besta. Hér eru einnig setningarnar: • Mamma mín er besta mamma í heimi. • Pabbi minn er hávaxnari en pabbi þinn. • Það er erfitt að leggja símanúmerið mitt á minnið. • Hæsti tindur Íslands er Hvannadalshnjúkur sem er 2.109 m að hæð. • Hundar eru betri gæludýr en skjaldbökur. • Reykingar eru slæmar fyrir heilsuna. • Klamydía er einn algengasti kynsjúkdómurinn á Íslandi. • Handbolti er skemmtilegur. • Tíu af hverjum hundrað Íslendingum eru leiðinlegir. • Það eru fleiri einstaklingar rétthentir en örvhentir. • Það er mikilvægt að borða prótínríka fæðu. AUKAVERKEFNI – GEIMVERUR Í HEIMSÓKN Þessi æfing gefur nemendum tækifæri til að hugsa út fyrir kassann. Hægt er að láta nemendur svara spurningunum einstaklingslega og skipta þeim svo í minni hópa og ræða spurningar og þau svör sem þau komu með. Lesið fyrir nemendur: Ímyndaðu þér að þú hafir fengið það hlutverk að skipuleggja og framkvæma leiðsögn fyrir geimverur sem eru að heimsækja jörðina til að fylgjast með manneskjum og hvernig þær lifa. Þú er með þeim í geimskipinu, á flugi yfir íþróttavöllinn þar sem fótboltaleikur er í gangi. Ein af geimverunum lítur niður og er fremur hissa á því sem hún sér. Þú útskýrir að það er leikur í gangi og geimveran spyr nokkurra spurninga sem þú þarft að svara. • Hvað er leikur? • Af hverju er engar konur að spila með þeim? • Af hverju verða manneskjur svona spenntar og æstar yfir að horfa á aðrar manneskjur spila leik? • Hvað er lið? • Af hverju mega manneskjurnar sem sitja og horfa á ekki fara inn á völlinn og taka þátt? Ef þú reynir að svara þessum spurningum til fullnustu þá ætti það að verða þér fljótlega ljóst að við höfum ákveðin gildi og forsendur sem við hugsum ekkert sérstaklega um dags daglega. Við styðjum ákveðið lið af því það t.d. lætur okkur líða eins og við séum hluti af einhverju samfélagi. Að finna að við séum hluti af heild skiptir suma meira máli en aðra. Að auki, þegar þú ert að reyna að útskýra fyrir geimverunni íþróttalið þá verður þú að útskýra hvað felst í að vinna og tapa leik og hvaða mikilvægi við leggjum í að vinna leikinn. Þegar þú hugsar eins og geimveru-leiðsögumaður þá krefst það þess að þú farir á dýptina og skoðir af hverju við gerum það sem við gerum og hvað okkur finnst mikilvægt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=