Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 29 að hlusta á líkamann, hvernig honum líður og hvað er í gangi. Ég byrja að greina hugsunina sem er að valda þessari líðan. Ég óttast að ég segi eitthvað vitlaust, ruglast á því sem ég er að segja eða jafnvel muni ekkert hvað ég á að segja. Þá gætu hinir nemendurnir farið að hlæja að mér og þá finnst mér eins og verið sé að gera grín að mér, það er niðurlægjandi. Ég veit að til að róa huga minn og líkama þá þarf ég að tala gegn þessum hugsunum. Hvað er það versta sem getur gerst? Jú, ég upplifi niðurlægingu. Hvernig hefur mér gengið hingað til í kynningum? Mér hefur gengið vel og þau skipti sem ég hef ruglast þá hefur það ekki verið svo slæmt. Kennari minn er einnig oft að ruglast þegar hann er með fyrirlestra eða innlögn, stundum veit hann ekki hvort hann er að koma eða fara. Þá hlæjum við að honum en það er ekki niðurlægjandi fyrir hann því hann hlær að þessu sjálfur, segir stundum „Æ, hvar var ég aftur?‟ eða „Nú týndi ég þráðinum, getið þið hjálpað mér?‟ og það er ekkert mál. Ég get prófað það ef ég lendi í þessum aðstæðum, ég treysti mér til þess. Það er því ekkert að óttast kæri heili. Ég tek nokkra djúpa andardrætti og endurtek í huganum að það sé ekkert að óttast. Því fleiri djúpa andardrætti sem ég tek því meiri ró finn ég að færist yfir líkamann og að lokum get ég sofnað. Það er eðlilegt að upplifa streitu og kvíða en það er líka mikilvægt fyrir okkur að læra að þekkja einkenni þess, hvernig þau birtast í okkar eigin líkama og geta þannig brugðist við á þann máta sem hentar okkur best. Það er ýmislegt sem getur vakið upp kvíða hjá okkur og það þarf ekki að vera það sama hjá öllum. Sum upplifa kvíða við að fara í próf, önnur við að mæta í íþróttir og enn önnur upplifa kvíða við að sjá vissar dýrategundir og svo framvegis. Það eru engar aðstæður sem eru of asnalegar eða rangar til þess að geta valdið okkur kvíða. Við erum öll mismunandi og upplifum mismunandi tilfinningar í mismunandi aðstæðum. Kvíði er í grunninn ekki slæmur, hann getur verið virkilega óþægilegur en kvíði er viðbragð við aðstæðum eða mögulegum aðstæðum sem líkaminn er að vara okkur við. Hinsvegar ef að kvíðinn verður óyfirstíganlegur þá þurfum við að leita okkur aðstoðar. Förum saman yfir nokkur heilbrigð bjargráð sem hægt er að nýta til að hjálpa okkur að takast á við aðstæður sem geta reynst okkur erfiðar og kvíðavaldandi, flettum á bls. 25 í dagbókinni. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Hvaða aðferð sjáið þið fyrir ykkur að geta notað? Eru þið með hugmyndur um önnur bjargráð sem hafa eða gætu hentað? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 2.2 í dagbókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=