Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

26 mms.is AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU: • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garði, fara svo yfir listann með nemendum áður en kennsla hefst. LAGT ER TIL AÐ KENNA 2. KAFLA MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 2 kennslustundir (40 mín hver kennslustund), 120 mín. ˚ Kennslustund 1 ▪ Tilfinningar ˚ Kennslustund 2 ▪ Bjargráð – Kvíði ▪ Bjargráð – Reiði KENNSLUSTUND 1 TILFINNINGAR KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Að skilja tengslin milli tilfinninga okkar og hugsana eða upplifana, styrkir sjálfsmynd okkar og líkamsvitund. Oft á tíðum speglast líðan okkar í eigin hegðun, t.d. að skella hurð í pirringi eða rífast við einstakling þegar við upplifum reiði. Tilfinningum má lýsa með einu orði og til eru ótal orð fyrir hinar margvíslegu tilfinningar. Hins vegar notum við mjög fá orð um eigin líðan og því minni tilfinninga-orðaforða sem við búum yfir, því erfiðara er fyrir okkur að átta okkur á hvernig okkur líður og hvaða „skilaboð‟ líkami okkar er að reyna að senda okkur. Hlustið á hlaðvarpsþátt 2 saman og látið nemendur vita að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. 2.1 Dagbók bls. 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=