Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

25 mms.is UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um tilfinningar og bjargráð, bls. 16‒25 í dagbókinni. Ýmis bjargráð eru talin til í þættinum. Einnig er gott að ræða við nemendur um hvernig við getum lært að þekkja tilfinningar okkar. Hvað er að gerast í líkamanum þegar við finnum fyrir reiði? Hvernig lærum við að bera kennsl á reiði áður en hún verður mjög sterk (og þá erfiðara að eiga við hana)? Gott er að læra tilfinningastjórn, að vita að við getum bara haft stjórn á sjálfum okkur en ekki öðrum. Á sama tíma er óþægilegt þegar aðrir eru t.d. reiðir við okkur og þá er t.d. hægt að fara úr aðstæðum, ná fjarlægð ef við þurfum. KAFLI 2 TILFINNINGAR OG BJARGRÁÐ HUGTAKALISTI TILFINNINGAGREIND (e. Emotional intelligence) vísar til hæfni í að bera kennsl á, lýsa, skilja, hlúa að og stjórna tilfinningum. Tilfinningagreind er almennt sögð fela í sér fjölbreytta færni; ein af þeim er tilfinningavitund; einnig hæfni til að láta tilfinningar leiðbeina hugsun, t.d. við lausn vandamál; hæfni til að stjórna eigin tilfinningum og hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. TILFINNINGAVITUND (e. Emotional awareness) er hæfni til að bera kennsl á þeim áhrifum sem tilfinningar hafa á líkama okkar og hugsanir, hvernig tilfinningar birtast í hegðun okkar sem og getuna til að lýsa eigin tilfinningum. Tilfinningavitund er hæfni sem fellur undir tilfinningagreind.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=