Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 22 DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.11 í dagbókinni og ræðið saman eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Hvaða orð dettur ykkur í hug sem getur haft margar merkingar? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, þá eru hér dæmi: ˚ orðið „jæja‟ höfum við flest heyrt oft, og í mismundi aðstæðum og merkingum. • Spurðu nemendur: Dettur ykkur í hug einhvern misskilning sem getur orðið út af því að orð eða tákn geta haft margar merkingar? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, þá eru hér dæmi: ˚ „Like‟ þumalinn/tjáknið getur haft mismunandi þýðingar fyrir fólk. AUKAEFNI Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Samskipti geta verið erfið. Við getum túlkað hluti á mismunandi hátt, stundum getum við upplifað að við séum kurteis en hinn aðilinn upplifir að við séum ekki að sína virðingu. Eins og með svo margt annað þá þurfum við að æfa okkur til að verða góð í samskiptum. Góð samskipti eru nefnilega lykillinn þegar kemur að því að mynda jákvæð tengsl við fólk. Færni í samskiptum er því afar mikilvæg þegar kemur að samstarfi, ástarsamböndum og öllu sem við kemur mannlegum tengslum. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Það eru ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar við eigum í samskiptum við aðra, getið þið komið með dæmi um slík atriði? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, getur þú nefnt þessi dæmi: ˚ Hvernig hefur ykkur fundist þegar fólk grípur fram í fyrir ykkur og hlustar ekki þegar þið eruð að tala? ˚ Að vera skýr og segja hvað okkur finnst en virða samt skoðanir annarra getur hjálpað til að viðhalda góðum samskiptum – gætuð þið komið með dæmi? ˚ Mín skoðun er að það sé gott að vera með ananas á pizzunni en ég ber virðingu fyrir að þér finnst það ekki gott. ˚ Hvernig getum við verið tillitsöm í samskiptum og sett okkur í spor annarra?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=