Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 21 Eftir að hafa lesið textann, sýndu þá þetta myndbrot úr Friends þætti þar sem að Ross (P1) kemst að því að fyrrverandi kærasta hans Rachel (P2) og Joey vinur hans (P3) eru farin að vera saman. Dæmi 2 – Tjáning Lestu eftirfarandi texta fyrir nemendur og gættu þess að hafa fremur flatan og eintóna rödd við lesturinn. Persóna 1 kemur inn í íbúðina og persóna 2 stendur við eldhúsið að ganga frá diskum. Persóna 1: Hæ veistu hvað? Persóna 2: Hæ, hvað? Persóna 1: Erla bauð mér ekki í afmælið sitt. Persóna 2: Erla? Vá í alvörunni. Er í lagi með þig? Persóna 1: Já mér er alveg sama þannig. Við höfum ekki sést lengi. Ég er bara alveg góð. Persóna 2: Þú lítur ekkert út fyrir að vera sérstaklega góð. Ertu viss um að þú sért góð? Persóna 1: Já ég er alveg góð skilurðu, ég er reyndar bara alveg mjög góð. Mér er líka bara alveg sama. Við erum ekkert vinkonur lengur þannig. Ég er bara mjög góð. I’m so fine. Skilurðu. Ef góð er hér (bendir með höndinni upp í loft) þá er ég hér. Alveg sama. Persóna 2: Æji, ertu alveg viss um að þú sért góð? Persóna 1: Já ég er 100% góð. Allt í lagi? Eftir að hafa lesið textann, sýndu þá þetta myndband og spjallið um muninn á upplestrinum og því sem þau sáu á myndbandinu. Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Tónn raddar okkar og líkamstjáning er stór hluti af því sem við erum að „segja‟. Hvaða tón við veljum að nota, hvernig við notum/staðsetjum hendurnar (t.d. hendur niður með síðum, á hreyfingu eða krosslagðar), hvernig við stöndum eða sitjum (t.d. báðar lappir í gólfi eða krosslagðar) eða hvaða svipbrigði við notum sendir mikil og sterk skilaboð í öllum okkar samskiptum. Þetta sést vel í þessu dæmi úr þáttaröðinni Friends. Orð geta líka haft margar merkingar, sama orðið í mismunandi aðstæðum, hvernig tón er notað þegar það er sagt o.s.frv. geta þýtt mjög ólíka hluti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=