Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 20 UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Getið þið nefnt einhverjar áhyggjur sem þið hafið haft sem þið getið ekki stjórnað? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skaltu byrja umræðuna með dæmi frá þér og hvaða tilfinningar þú upplifðir, hvernig þú vannst úr því og hvað það var sem þú hafðir stjórn á til að vinna úr hlutunum. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.10 í dagbókinni. SAMSKIPTI KVEIKJA AÐ EFNINU Byrjaðu að lesa upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Samskipti fela í sér margs kyns tjáningu og mikilvægt er að átta sig á að talað orð er einungis lítill hluti af samskiptunum sem við eigum, tónn raddarinnar og líkamstjáning hefur mun meira að segja. Með þetta í huga er mikilvægt að átta sig á að þegar við erum að senda skilaboð, hvort sem það er í gegnum spjallforrit eða samfélagsmiðla, þá er ekki víst að við komum öllu því sem við viljum til skila. Í sumum tilfellum notum við tjákn (e. emoji) til að bæta upp fyrir að hvorki tónn né líkamstjáning sé til staðar. Þegar við höfum hvorki tón raddarinnar né líkamstjáningu til að styðjast við þegar við lesum skilaboð annarra getur oft orðið misskilningur. Hér á eftir eru tvö dæmi sem þú getur lesið fyrir nemendur og sýnt þeim svo myndböndin. Dæmi 1 – Tjáning Lestu eftirfarandi texta fyrir nemendur og gættu þess að hafa fremur flatan og eintóna rödd við lesturinn. Persóna 1: „Totally – I’m fine. Totally fine. You know what we should do?‟ Persóna 2: „Calm ourselves?‟ Persóna 1: „Nooo, we should all have dinner. Yes, we’ll do it tomorrow night. I’ll cook.‟ Persóna 3: „Don’t you think that will be a little weird.‟ Persóna 1: „Weird? What’s weird? The only thing weird would be if someone doesn’t like Mexican food because I’m making fajitas.‟ 1.11 Dagbók bls. 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=