Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 19 • Heiðarleiki. Afhverju skiptir máli að fyrirmynd sé heiðarleg? • Þrautseigja. Finnst ykkur að fyrirmyndir gefist ekki upp þó að á móti blási? • Samkennd. Mynduð þið segja að fyrirmynd sýni samkennd, þ.e. að henni er ekki sama um aðra? Hvernig þá? • Leiðtogahæfni. Eru fyrirmyndir oft leiðtogar? Getið þið nefnt dæmi um fyrirmyndir í leiðtogahlutverkum? T.d. fyrirliði í einhverri íþrótt, þjálfari eða eitthvað annað álíka leiðtogahlutverk. • Jákvæð áhrif. Teljið þið að fyrirmyndir hafi jákvæð áhrif á aðra í kringum sig og á umhverfi sitt? Getið þið nefnt dæmi? Eftir þessar umræður leyfðu nemendum að velja annað af eftirfarandi verkefnum. Taka viðtal við fyrirmynd. Hvaða fyrirmynd átt þú sem er náin þér? Skrifaðu niður hvað það er sem gerir þá manneskju að fyrirmynd í þínu lífi. Skrifaðu hjá þér spurningar sem þú vilt spyrja og endilega spurðu einnig hvaða fyrirmyndir fyrirmyndin þín hefur. Mögulegar skilaleiðir eru: a) Ritun. Skrifaðu upp viðtalið. Ritunin má vera í formi viðtals, sögu eða myndasögu. b) Hlaðvarp. Taktu viðtalið upp í formi hlaðvarps. c) Myndband. Taktu viðtalið upp sem myndband, klipptu myndbandið saman og settu titil fremst í myndbandið og kynningu þar sem kemur fram hver viðmælandinn er. Bréf til fyrirmyndar. Hugsaðu þér fyrirmynd sem er nálægt þér og skrifaðu bréf til hennar. Segðu henni hvað það er sem gerir hana að fyrirmynd. Þú getur notað listann með gildunum til að aðstoða þig við skrifin, sjá í verkefni 1.8 í dagbókinni. Finndu svo heimilisfang fyrirmyndarinnar og skrifaðu það á umslagið. Kennari þinn póstleggur síðan bréfið eftir að hafa lesið yfir það. KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það er margt í umhverfinu okkar sem við höfum enga stjórn á, t.d. hvenær skólinn byrjar, hvar vinur okkar á heima, skilafresti á verkefni eða hvaða dagur er á morgun. Það er mikilvægt að átta sig á því hverju við getum stjórnað og hverju ekki. Við ættum ekki að einblína um of á það sem við getum ekki stjórnað heldur miklu frekar á það sem við getum stjórnað. Til dæmis getum við oft á tíðum stjórnað hvenær við förum að sofa, farið þá fyrr í háttinn til að geta mætt vel upplögð í skólann, við getum stjórnað því hversu mikið við leggjum okkur fram í skilaverkefnum og hvenær við vinnum að því. 1. 2. 1.10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=