mms.is 18 Til er góð samlíking um fólkið í nærumhverfinu og strætó. Lífið okkar er eins og strætisvagn, við erum strætóbílstjórinn og farþegarnir eru eins og fólkið í okkar lífi. Farþegunum er þá raðað í sæti eftir því hversu miklu sambandi við erum í við viðkomandi. Suma einstaklinga getum við ekki forðast eða hent út úr strætisvagninum en við getum sett þá aftar í bílinn. Suma viljum við fá framar og þá getum við „hó-að” í viðkomandi og sagt þeim að það sé laust sæti á fremsta bekk. Suma þurfum við ef til vill að setja af og til út í strætóskýli. Fólkið í kringum okkur er allskonar, við erum allskonar og það er enginn regla um það hvernig sætaskipan í þínum strætó á að vera. Það sem mestu máli skiptir er að þér líði vel, þetta er þinn strætó – þitt líf. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa lesið textann er tilvalið að ræða eftirfarandi punkta: • Hvaða einstaklingum líður ykkur vel í kringum? Hvað einkennir þá einstaklinga? • Við getum ekki alltaf verið einungis í kringum fólk sem lætur okkur líða vel. Stundum þurfum við að vera í kringum einstaklinga þó þau dragi okkur niður en þá er mikilvægt að finna leiðir til að geta sem best unnið úr slíkum aðstæðum. • Ýmiss konar afþreying og margs kyns tómstundir geta haft áhrif á líðan okkar. Er til dæmis munur á að horfa á sjónvarpið með fjölskyldunni, vinum eða ein út af fyrir okkur? • Ef við erum meðvituð um hvernig afþreying og tómstundir hafa áhrif á líðan okkar þá getum við betur valið hvernig við verjum tímanum okkar. • Sum upplifa streitu eða kvíða þegar miklum tíma er eytt í tölvuleikjum og á samfélagsmiðlum, hvað er hægt að gera til að vinna gegn því? ˚ Komdu með dæmi af þér. Hvernig líður þér þegar þú hefur eytt miklum tíma á samfélagsmiðlum? Hefur þú prófað að slökkva á tilkynningum, hvernig leið þér þá? Hefur þú tekið símalausan dag/viku og hvernig leið þér eftir frí frá síma/samfélagsmiðlum? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.9 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI – Fyrirmyndir Farðu yfir með nemendum hvað fyrirmyndir eru og fáðu þau til að nefna hvaða fyrirmyndir þau hafa í sínu lífi. Fyrirmynd (e. role model) er einstaklingur eða einstaklingar sem við lítum upp til eða veita okkur innblástur. Fyrirmynd getur verið fræg eða opinber persóna, vinur, fjölskyldumeðlimur eða annar einstaklingur sem við umgöngumst í daglegu lífi. Leggðu áherslu á að við getum haft margar fyrirmyndir á sama tíma og spurðu nemendur hvað það er sem gerir fyrirmynd að fyrirmynd. Nokkrir punktar sem þú getur stuðst við:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=