Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 16 KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það er mikilvægt að við lærum að sýna okkur sjálfum samkennd og það er líka mikilvægt að æfa okkur í að sýna öðrum samkennd. Samkennd gagnvart okkur sjálfum er sá eiginleiki að geta sýnt sér skilning svo að við getum orðið sterkari og horfst í augu við að vera ekki fullkomin. Samkenndaræfingar virðast oft vera mjög einfaldar og eru þær það oftast en þær eru að sama skapi öflugar og byrja að virka fljótt. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.7 í dagbókinni. GILDI KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Gildin okkar eru eins og okkar innri áttaviti. Þau segja til um hvað skiptir okkur máli, hvernig manneskjur við viljum vera og hvernig við viljum koma fram við aðra (manneskjur, dýr eða jafnvel umhverfi). Gildi eru mismunandi milli einstaklinga og geta tekið breytingum í gegnum lífið. Dæmi um algeng gildi eru til dæmis hreinskilni, virðing, samkennd, ábyrgð og fleira í þá áttina. UMRÆÐUPUNKTAR Fáðu nemendur til að fletta upp verkefni 1.8 í dagbókinni. Ræðið um hvað það er sem skiptir okkur máli, hver gildin í lífi okkar eru. • Ég - Hvernig manneskja vil ég vera? Hvað finnst mér best við mig? Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? Hvað hjálpar mér að líða vel? • Fjölskyldan mín - Hvernig samskipti vil ég eiga við fjölskylduna? Hvernig dóttir/sonur/bur vil ég vera? • Vinir mínir - Hvernig vil ég koma fram við vini mína? Hvaða eiginleika í mínum vinum kann ég mest að meta? • Samfélagið mitt - Hvernig samfélagi vil ég búa í? Hvað get ég lagt að mörkum? • Framtíðin mín - Hvað vil ég vera og gera þegar ég verð fullorðin/fullorðinn/ fullorðið? Dagbók bls. 12 1.8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=