mms.is 15 KENNSLUSTUND 2 STYRKLEIKAR UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST Þar sem það gæti reynst unglingum erfitt að koma auga á eigin styrkleika þá gæti verið hjálplegt að benda þeim á hópaumræðuna frá sjálfsmyndar verkefninu hér að framan eða spyrja þau „Hvernig myndi þinn besti vinur/þín besta vinkona/góður félagi lýsa þér?‟. KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Öll höfum við styrkleika, öll erum við góð í einhverju og enginn er góður í öllu. Styrkleikar eru alls konar og þurfa ekki endilega að vera bara það sem þú skarar fram úr í. Það þarf æfingu í að draga fram hversdagslegu hlutina sem eru okkar styrkleikar t.d. að vera stundvís, hjálpsöm, góð með börn o.s.frv. Styrkleikar eru ekki bara að vera góð í einhverju hlutlægu eins og að vera t.d. góð í fótbolta eða stærðfræði o.s.frv. Það er líka alltaf hægt að bæta við sig styrkleikum með því að ákveða að vinna í þeim atriðum sem við viljum gera betur í. Einnig má minna sig á þá góðu eiginleika sem við búum yfir eða alla vega taka eftir þeim. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.6 í dagbókinni. SAMKENND UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST Rannsóknir í dag sýna að samkennd er hornsteinn góðrar sjálfsmyndar og því fyrr sem krakkar læra það því betra. Dagbók bls. 10 1.6 1.7 Dagbók bls. 11
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=