mms.is 14 ˚ Ef við erum með jákvæða sjálfsmynd, hvernig gætum við brugðist öðruvísi við aðstæðum og/eða áskorunum en þegar við erum með neikvæða sjálfsmynd? ▪ Jákvæð sjálfsmynd veitir okkur meira sjálfstraust til að reyna okkar besta til að takast á við þær aðstæður og áskoranir sem verða á vegi okkar. ▪ Jákvæð sjálfsmynd getur einnig hjálpað til við að gefast ekki upp þó á móti blási. • Spurðu nemendur: Hvernig er hægt að bæta sjálfsmyndina? • Útskýrðu: Ef ekki koma fram hugmyndir, getur þú varpað fram eftirfarandi spurningum: ˚ Gætum við borið kennsl á styrkleikana okkar? ˚ Haldið þið að það gæti skipt máli að ákveða ekki strax að við getum ekki eitthvað þó það gangi ekki vel í nokkur skipti? ˚ En að setja raunhæfar kröfur á okkur en ekki óraunhæfar? ▪ ENGINN getur allt! ˚ Gætum við þurft að leggja markvissa vinnu í þá þætti sem okkur langar að vinna í? ˚ Ef við kæmum fram við okkur eins og við kæmum fram við okkar besta vin, haldið þið að það gæti bætt sjálfsmyndina? AUKAVERKEFNI – SJÁLFSMYNDIN Skiptu nemendum í 2-3 manna hópa og ætti hópaskiptingin að taka mið af vinaböndum. Ef búið er að framkvæma tengslakönnun þá væri tilvalið að nýta sér hana til að skipta í hópana. Innan hópanna eiga síðan nemendur að segja hvernig þau mynda lýsa hvert öðru þegar þau eru með vinum eða í skólanum (eða í íþróttum/tómstundastarfi ef það á við). Út frá þessu er gott að nefna að oftast erum við okkar verstu dómarar og velta því upp með nemendum af hverju það sé? Af hverju erum við oft dómhörð á okkur sjálf? Athuga: Í þessu verkefni er nauðsynlegt að vera meðvituð og tilbúin að grípa inn í ef leikurinn fer úr böndunum. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.3, 1.4 og 1.5 í dagbókinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=