Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 13 STAÐALMYNDIR DAGBÓK Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpsþátt 1 og rætt innihald þess vinna nemendur verkefni 1.1 og 1.2 í dagbókinni. SJÁLFSMYND KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Við erum þau einu sem erum með okkur sjálfum frá fyrsta andardrætti að þeim síðasta. Það er því mikilvægt að hafa jákvæða og sterka sjálfsmynd, vera meðvituð um eigin styrkleika, gildi og hvað það er í umhverfi okkar sem getur haft áhrif á sjálfið okkar. Sjálfsmyndin segir til um hvernig við sjáum okkur sjálf. Það hvernig við sjáum okkur sjálf er að miklu leiti byggt á okkar fyrri reynslu, velgengni okkar en líka mistökum. Hvernig aðrir lýsa okkur getur einnig haft áhrif á hvernig við sjáum okkur sjálf. Dæmi um slíkt er að ef mamma þín lýsir þér ávallt sem frábærum bingóspilara þá er líklegt að þú lýsir þér líka sem frábærum bingóspilara. Því miður þá sjáum við okkur sjálf oft ekki eins og við erum í raun og veru. Okkur hættir til að tala niður til okkar sjálfra og setja á okkur óraunhæfar kröfur sem við myndum aldrei setja á aðra. Sjálfsmynd okkar getur verið mismunandi eftir aðstæðum. Við getum til dæmis litið öðruvísi á okkur í skólanum en heima. Þess vegna getur verið nokkuð flókið að vera bara maður sjálf/ur/t. Kannski er því bara best að hugsa og stefna að því að vera sú manneskja sem þig langar til að vera. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Hvernig getur sjálfsmynd haft áhrif á hegðun? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skaltu útskýra: ˚ Sjálfsmyndin getur haft áhrif á það hvernig við hegðum okkar, hvað við gerum, hversu vel við gerum það og hversu mikið við reynum. Hvernig við sjáum okkur sjálf hefur líka áhrif á það hvernig okkur líður. Dagbók bls. 7 1.1 1.2 og 1.3, 1.4 1.5 og Dagbók bls. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=