mms.is 11 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Senda kynningarbréf til að upplýsa foreldra um námsefnið, sjá viðauka 2 bls. 83. • Setja á blað grunnreglur í samvinnu við nemendur um það hvernig ræða skuli viðkvæm mál. Reglurnar skulu vera vel sýnilegar í kennslustofunni. Dæmi: Gæta trúnaðar, hlusta þegar aðrir tala, sýna virðingu, vanda málfar (t.d. ekki bölva), nemandi þarf ekki að tjá sig ef hann vil það ekki o.s.frv. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garð, sjá viðauka 3 bls. 76. LAGT ER TIL AÐ KENNA KAFLA 1 MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 3 kennslustundir (40 mín hver kennslustund) u.þ.b. 120 mín. ˚ Kennslustund 1 ▪ Staðalmyndir ▪ Sjálfsmynd ˚ Kennslustund 2 ▪ Styrkleikar ▪ Gildi ˚ Kennslustund 3 ▪ Umhverfi ▪ Samskipti og tjáning ▪ Samantekt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=