Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

HÆ! KENNSLULEIÐBEININGAR EITT LÍF

2 INNIHALD KAFLI 3 GAGNRÝNIN HUGSUN, ÁKVARÐANATAKA OG VENJUR BLS. 32 KAFLI 1 STAÐALMYNDIR, SJÁLFSMYND OG UMHVERFI BLS. 9 KAFLI 2 BLS. 25 TILFINNINGAR OG BJARGRÁÐ KAFLI 4 BLS. 40 MÖRK - TAKTU PLÁSS HEILSA, SVEFN, SKJÁNOTKUN, HREYFING, NÆRING OG FÉLAGAR BLS. 46 KAFLI 5 TIL KENNARA..................................................... Hugmyndafræði.................................................. Uppbygging efnisins........................................... Almennt .......................................................... Tengsl við aðalnámskrá grunnskóla ..................... Náttúrugreinar . ............................................. Samfélagsgreinar............................................ Skólaíþróttir................................................... Kennsluaðferðir sem henta efninu ....................... Hugmyndir að námsmati..................................... 4 4 4 4 5 5 6 7 8 8

3 KAFLI 10 MARKMIÐASETNING, SEIGLA, ÁRANGUR OG DRAUMALÍFIÐ BLS. 69 LÍKAMSVITUND/LÍKAMSMYND BLS. 53 KAFLI 6 KAFLI 7 GEÐRÆKT, NÚVITUND OG HUGARRÓ BLS. 56 KAFLI 8 HJÁLP HVERT GET ÉG LEITAÐ OG HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI? BLS. 60 KAFLI 9 FARSÆLD BARNA BLS. 66 76 83 85 86 87 88 89 90 91 1. Ítarefni fyrir kennara ................................................. 2. Bréf til foreldra/forsjáraðila ........................................ 3. Hvert get ég leitað? ................................................... 4. Gildi ........................................................................ 5. Samskipti ................................................................ 6. Tilfinningar/Tilfinningahjólið ........................................ 7. Gagnrýnin hugsun ..................................................... 8. Breyta venjum .......................................................... 9. Þorpið við fossinn ...................................................... VIÐAUKAR

mms.is 4 TIL KENNARA HUGMYNDAFRÆÐI Námsefnið Eitt líf er ætlað efstu bekkjum grunnskólans. Um er að ræða efni í lífsleikni með forvarnargildi gegn áhættuhegðun. Í efninu er farið yfir ýmsa verndandi þætti með fræðslu, umræðum og verkefnum. Fjallað er um geðheilbrigði, sjálfsmynd, svefn, heilbrigð bjargráð til að takast á við reiði, að setja heilbrigð mörk, þrautseigju og fleira. Kennarar geta fræðst um málefni sem varða og/eða tengjast ávana- og fíkniefnum með því að horfa á myndband, sem var gefið út árið 2020, sjá HÉR. Einnig er hægt að lesa ítarefni, viðauki 1 bls. 76. Hvatt er til að kennarar kynni sér myndbandið og ítarefnið til að fræðast um málefnið og mikilvægi verndandi þátta. UPPBYGGING EFNISINS Efnið Eitt líf samanstendur af tíu hlaðvörpum, dagbók og þessum kennsluleiðbeiningum. Dagbókin og hlaðvörpin eru ætluð nemendum og kennsluleiðbeiningar eru ætlaðar sem stuðningur við kennara. Efninu er skipt upp í tíu kafla en í kennsluleiðbeiningunum er hverjum kafla einnig skipt upp í meginþemu í þeim tilgangi að veita þér sem kennara betri yfirsýn yfir umfjöllunarefnin. Vert er að minnast á að þegar nemendur hlusta á hlaðvörpin er kjörið að leyfa þeim að dunda sér á meðan, til dæmis að teikna eða lita, prjóna/hekla, spila einfaldan leik, leggja kapal eða eitthvað annað álíka. Það er að segja að sýsla við eitthvað sem ekki dregur athygli þeirra frá umfjöllunarefninu. ALMENNT Á tímum örra breytinga er einungis hægt að gera ráð fyrir að heimurinn sem ungmenni þekkja í dag verði töluvert breyttur þegar þau verða eldri. Mikilvægi líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu mun þó aldrei glatast. Að huga að öllum þessum þáttum heilsunnar er grundvöllur þess að geta tekist á við margvíslegar aðstæður, hindranir og áskoranir. Undanfarin ár hefur rannsóknin Ungt fólk, á vegum Rannsóknar og greiningu, sýnt ákveðna þróun á líðan ungmenna. Í könnuninni árið 2022 virðast ungmenni verja minni tíma en áður með vinum sínum eftir að skóla lýkur. 49% drengja og 28% stúlkna í tíunda bekk telja sig hamingjusöm og 67% drengja og 41% stúlkna í tíunda bekk telur andlega heilsu sína vera góða. 34% svarenda töldu sig fá nægan svefn á virkum dögum. Um helmingur ungmenna litu björtum augum til framtíðarinnar og töldu sig

mms.is 5 geta tekist vel á við vandamál. 51% drengja og 27% stúlkna í tíunda bekk voru ánægð með líf sitt og hafa þessar tölur lækkað jafnt og þétt samkvæmt sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Með þessar niðurstöður í huga og þá þætti sem koma fram í myndbandinu sem og ítarefninu þá má sjá mikilvægi þess að stuðlað sé að verndandi þáttum í lífi ungmenna og þeim kennt að huga að andlegri og félagslegri heilsu sinni sem og líkamlegri. Efnið Eitt líf beinir sjónum að alhliða heilsu einstaklinga og hefur forvarnargildi en slíkt efni á heima í ört breytilegum heimi. Hafa ber í huga að sum atriði geta reynst nemendum erfið. Af þeim sökum er mikilvægt að koma því skýrt áleiðis til nemenda að ákveðið umfjöllunarefni geti reynst sumum erfitt, að það sé fullkomlega eðlilegt og að hvaða tilfinning sem kemur upp á rétt á sér. Ef einhver upplifir að tíminn sé að reynast þeim um megn þá er ávallt hægt að biðja um að fara fram s.s. á klósettið, fara að fá sér vatn eða jafnvel án þess að biðja um leyfi – það fer eiginlega eftir því hver venjan hjá ykkur er. TENGSL VIÐ AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Kennsluleiðbeiningarnar taka mið af hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla frá 2011/2013 og grunnþáttum menntunar; læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Lykilhæfninni er fléttað inn í efnið þar sem það hentar hverju sinni, þ.e. tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og samvinna, nýting miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi. Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta. eru þau hæfniviðmið: NÁTTÚRUGREINAR Lífsskilyrði manna Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun, • útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu, • útskýrt hvernig fóstur verður til, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra.

6 SAMFÉLAGSGREINAR Reynsluheimur Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs, • aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi, • rökrætt mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni. Hugarheimur Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum, • rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats, sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund, • beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd, • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og tekið ákvarðanir á grunni þeirrar sjálfsþekkingar, • vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt, • lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta, • sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði, • greint jákvæð og neikvæð áreiti og staðist þrýsting, sem stefnir heilsu og velferð fólks í voða, • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og útskýrt fyrir öðru fólki mikilvægi þess, • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum, • sett sér markmið og framtíðaráætlun, til að stefna að í framtíðinni í samræmi við eigin

7 Félagsheimur Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu, • útskýrt með dæmum margbreytileika mannlífsins og ólíkan bakgrunn fólks, borið virðingu fyrir frelsi fólks til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta, • vegið og metið skoðanir og upplýsingar, brugðist við þeim á fordómalausan og réttsýnan hátt, • fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum, • rökrætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat, sýnt ábyrgð í samskiptum, umgengni og lífsháttum, m.a. með vísan til réttinda samkvæmt alþjóðasáttmálum, • komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra, • rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekki almenn ákvæði um mannréttindi, • sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga, • ígrundað eigin getu til aðgerða og gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna eða aðgerðaleysis, • útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur, • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill, • sinnt velferð og hag samferðafólks síns. SKÓLAÍÞRÓTTIR Heilbrigði og velferð í skólaíþróttum Helstu þættir heilbrigðis sem leggja skal áherslu á eru: hreyfing, jákvæð sjálfsmynd, næring, hvíld, andleg vellíðan, skapandi hugsun, jákvæð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • rökrætt kynheilbrigði, kyn- og staðalmyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi, • rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði bæði sínu eigin og annarra.

8 mms.is KENNSLUAÐFERÐIR SEM HENTA EFNINU Í kennsluleiðbeiningunum er stungið upp á fjölmörgum kennsluaðferðum. Unnið er með umræðu- og spurnaraðferðir, samvinnunám, vinnublöð, beina kennslu (t.d. sýnikennslu, myndmiðla og hlustunarefni), hlutverkaleiki, ýmis konar leitaraðferðir (t.d. viðtöl við aðra, efnis- og heimildarleit og gagnaöflun og greiningu), þrautalausnir og ýmis konar tjáningaraðferðir á borð við myndsköpun, leikræna tjáningu, tónlist/söng og skriflega tjáningu. Það liggur í fagmennsku hvers kennara hvernig efnið er unnið með nemendum. HUGMYNDIR AÐ NÁMSMATI Mikilvægt er að námsmat sé fjölbreytt og greinandi. Námsmat ætti að vera til þess fallið að leiðbeina nemendum, hjálpa þeim að átta sig á eigin styrk- og veikleikum ásamt því að styðja þau í að setja eigin markmið. Í efni sem þessu er enn fremur einstaklega mikilvægt að námsmat sé til þess fallið að styrkja sjálfsmynd nemenda og bæði styðja og stuðla að sjálfstæði þeirra. Leiðsagnarmat, umræður og nýting matskvarða við kynningar og önnur skilaverkefni eru tilvalin fyrir fjölbreytt námsmat. Ekki er lagt til að það sé eitthvert eitt lokamat heldur ætti námsmat að vera í formi símats.

mms.is 9 KAFLI 1 STAÐALÍMYNDIR, SJÁLFSMYND OG UMHVERFI UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST Kafli 1 fjallar um staðalmyndir sem er eitt af þeim atriðum sem geta mótað sjálfsmynd einstaklinga þar sem börn sem og fullorðnir nota oft á tíðum staðalmyndir til að finna sér stað og stöðu í lífinu. Staðalmyndir sjást á hinum ýmsu stöðum í samfélaginu, til að mynda í gegnum samfélagsmiðla og afþreyingarefni, það er því mikilvægt að hvetja nemendur til að nýta gagnrýna hugsun með því að setja spurningarmerki við þær staðalmyndir sem birtast þeim. Kaflinn fjallar að auki um sjálfsmynd okkar og að það umhverfi sem við ölumst upp í hefur áhrif á hver við erum sem og hegðun okkar hverju sinni. Við fæðumst ekki með fastmótaða sjálfsmynd heldur mótast hún alla ævi og tekur stöðugum breytingum. Hægt er því að hafa áhrif á sjálfsmyndina, móta hana og styrkja alla ævi. Unglingar með jákvæða sjálfsmynd eru að jafnaði meðvitaðri um hver þau eru, hvað skiptir þau máli og hverjir þeirra styrk- og veikleikar eru. Sjálfsmynd einstaklinga er brothætt á unglingsárunum því á þeim tíma eru unglingar að reyna að finna út hver þau eru og hver þau vilja vera. Þau fara að bera sig saman við aðra í mun meiri mæli. Það er því einstaklega mikilvægt að vinna með unglingum á þessum tíma og aðstoða þau við að sjá eigin styrkleika og átta sig á að engir tveir einstaklingar eru eins. Því öll erum við mismunandi í útliti, höfum ólíka styrkleika, ólíkar sögur/bakgrunn, mismunandi áhugamál og svo framvegis. Heimur þar sem öll blóm eru eins að útliti, lykt og lit væri fremur leiðigjarn heimur. Að sama skapi væri heimurinn fremur leiðigjarn og jafnvel fáránlegur ef allir einstaklingar væru eins. Af þeim sökum er mikilvægt að styðja unglinginn í að sjá verðmæti þess að vera einstakt blóm í blómabreiðunni.

mms.is 10 HUGTAKALISTI STAÐALMYND (e. Stereotype) eru þær fyrirframgefnu hugmyndir sem við höfum um einstaklinga út frá t.d. klæðaburði, hvaða hópi þau tilheyra og hvernig þau tala. Staðalmyndir eru oft á tíðum ýktar alhæfingar um einstaklinga sem byggja á veikum grunni. Þær geta einnig ýtt undir fordóma. SJÁLFSMYND (e. Self image) er sú hugmynd, sýn og/eða skoðun sem einstaklingur hefur um sjálft sig. Sjálfsmynd einstaklings byggir meðal annars á hugsunum, gildismati, aldri, persónuleika, líkamsmynd og áhugamálum. Sjálfsmyndin er í stöðugri mótun og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi okkar þar sem hún hefur áhrif á líðan okkar, hugsanir, samskipti, hegðun og fleira. SAMKENND (e. Compassion) má skilja sem hlýju, skilning og sanngirni. SAMKENND Í EIGIN GARÐ (e. Self-compassion) er samkennd sem þú beinir að sjálfri eða sjálfum þér. Samkennd í eigin garð snýst ekki um að réttlæta sig, heldur um raunsæja og sveigjanlega hugsun og gagnleg viðbrögð við aðstæðum sem við erum ósátt við. Samkennd í eigin garð eflir getu barna til að forgangsraða áherslum og gera greinarmun á því sem skiptir þau miklu máli og því sem skiptir þau minna eða engu máli. HÓPÞRÝSTINGUR (e. Peer pressure) er þegar sá hópur sem við tilheyrum er að beita einstaklinga þrýstingi til að hegða sér á ákveðinn hátt. Einstaklingar vilja finna að þeir tilheyri hópnum og eftir því sem hættan er meiri á að vera útilokuð frá hópnum því líklegra er að einstaklingar láti undan þrýstingi. Mikilvægt er að láta ekki hópþrýsting þvinga okkur til að fara yfir eigin mörk. FORDÓMAR (e. Prejudice) eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru stundum skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar.

mms.is 11 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Senda kynningarbréf til að upplýsa foreldra um námsefnið, sjá viðauka 2 bls. 83. • Setja á blað grunnreglur í samvinnu við nemendur um það hvernig ræða skuli viðkvæm mál. Reglurnar skulu vera vel sýnilegar í kennslustofunni. Dæmi: Gæta trúnaðar, hlusta þegar aðrir tala, sýna virðingu, vanda málfar (t.d. ekki bölva), nemandi þarf ekki að tjá sig ef hann vil það ekki o.s.frv. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garð, sjá viðauka 3 bls. 76. LAGT ER TIL AÐ KENNA KAFLA 1 MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 3 kennslustundir (40 mín hver kennslustund) u.þ.b. 120 mín. ˚ Kennslustund 1 ▪ Staðalmyndir ▪ Sjálfsmynd ˚ Kennslustund 2 ▪ Styrkleikar ▪ Gildi ˚ Kennslustund 3 ▪ Umhverfi ▪ Samskipti og tjáning ▪ Samantekt

mms.is 12 STAÐALMYNDIR, SJÁLFSMYND OG UMHVERFI Dagbók bls. 5 KENNSLUSTUND 1 KVEIKJA AÐ EFNINU Hlustið saman á hlaðvarpsþátt 1. Áður en þið hlustið skaltu benda nemendum á að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað tengt deginum í dag. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. UMRÆÐUPUNKTAR: Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi punkta: • Spurðu nemendur: Hvaða staðalmyndir dettur ykkur í hug? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, getur þú nefnt þessi dæmi um staðalmyndir: ˚ Allar stelpur fíla bleikan lit og allir strákar fíla bláan lit Ræðið: Fíla allar stelpur bleikan og strákar bláan? ˚ Allir Íslendingar eru ljóshærðir með blá augu Ræðið: Eru allir Íslendingar ljóshærðir með blá augu? ˚ Allir unglingar sofa langt fram eftir á daginn Ræðið: Sofa unglingar alltaf langt fram eftir á daginn? • Spurðu nemendur: Hvað finnst ykkur um svona staðalmyndir? Hvernig geta staðalmyndir haft áhrif á sjálfsmyndina okkar? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, getur þú nefnt: ˚ Gæti verið að við upplifum staðalmyndir takmarkandi? ▪ Til dæmis á þann hátt að okkur finnst við ekki geta gert eitthvað af því það fellur ekki að staðalmyndinni. ˚ Gæti það haft áhrif á okkur ef við stöndumst ekki ákveðna staðalmynd sem hefur verið lögð á okkur? ▪ Til dæmis hafði Helga (annar spyrillinn) ekki áhuga á fötum á meðan vinkonurnar höfðu áhuga á því. Hún upplifði þá að hún væri ekki að standa undir staðalmyndinni.

mms.is 13 STAÐALMYNDIR DAGBÓK Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpsþátt 1 og rætt innihald þess vinna nemendur verkefni 1.1 og 1.2 í dagbókinni. SJÁLFSMYND KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Við erum þau einu sem erum með okkur sjálfum frá fyrsta andardrætti að þeim síðasta. Það er því mikilvægt að hafa jákvæða og sterka sjálfsmynd, vera meðvituð um eigin styrkleika, gildi og hvað það er í umhverfi okkar sem getur haft áhrif á sjálfið okkar. Sjálfsmyndin segir til um hvernig við sjáum okkur sjálf. Það hvernig við sjáum okkur sjálf er að miklu leiti byggt á okkar fyrri reynslu, velgengni okkar en líka mistökum. Hvernig aðrir lýsa okkur getur einnig haft áhrif á hvernig við sjáum okkur sjálf. Dæmi um slíkt er að ef mamma þín lýsir þér ávallt sem frábærum bingóspilara þá er líklegt að þú lýsir þér líka sem frábærum bingóspilara. Því miður þá sjáum við okkur sjálf oft ekki eins og við erum í raun og veru. Okkur hættir til að tala niður til okkar sjálfra og setja á okkur óraunhæfar kröfur sem við myndum aldrei setja á aðra. Sjálfsmynd okkar getur verið mismunandi eftir aðstæðum. Við getum til dæmis litið öðruvísi á okkur í skólanum en heima. Þess vegna getur verið nokkuð flókið að vera bara maður sjálf/ur/t. Kannski er því bara best að hugsa og stefna að því að vera sú manneskja sem þig langar til að vera. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Hvernig getur sjálfsmynd haft áhrif á hegðun? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skaltu útskýra: ˚ Sjálfsmyndin getur haft áhrif á það hvernig við hegðum okkar, hvað við gerum, hversu vel við gerum það og hversu mikið við reynum. Hvernig við sjáum okkur sjálf hefur líka áhrif á það hvernig okkur líður. Dagbók bls. 7 1.1 1.2 og 1.3, 1.4 1.5 og Dagbók bls. 8

mms.is 14 ˚ Ef við erum með jákvæða sjálfsmynd, hvernig gætum við brugðist öðruvísi við aðstæðum og/eða áskorunum en þegar við erum með neikvæða sjálfsmynd? ▪ Jákvæð sjálfsmynd veitir okkur meira sjálfstraust til að reyna okkar besta til að takast á við þær aðstæður og áskoranir sem verða á vegi okkar. ▪ Jákvæð sjálfsmynd getur einnig hjálpað til við að gefast ekki upp þó á móti blási. • Spurðu nemendur: Hvernig er hægt að bæta sjálfsmyndina? • Útskýrðu: Ef ekki koma fram hugmyndir, getur þú varpað fram eftirfarandi spurningum: ˚ Gætum við borið kennsl á styrkleikana okkar? ˚ Haldið þið að það gæti skipt máli að ákveða ekki strax að við getum ekki eitthvað þó það gangi ekki vel í nokkur skipti? ˚ En að setja raunhæfar kröfur á okkur en ekki óraunhæfar? ▪ ENGINN getur allt! ˚ Gætum við þurft að leggja markvissa vinnu í þá þætti sem okkur langar að vinna í? ˚ Ef við kæmum fram við okkur eins og við kæmum fram við okkar besta vin, haldið þið að það gæti bætt sjálfsmyndina? AUKAVERKEFNI – SJÁLFSMYNDIN Skiptu nemendum í 2-3 manna hópa og ætti hópaskiptingin að taka mið af vinaböndum. Ef búið er að framkvæma tengslakönnun þá væri tilvalið að nýta sér hana til að skipta í hópana. Innan hópanna eiga síðan nemendur að segja hvernig þau mynda lýsa hvert öðru þegar þau eru með vinum eða í skólanum (eða í íþróttum/tómstundastarfi ef það á við). Út frá þessu er gott að nefna að oftast erum við okkar verstu dómarar og velta því upp með nemendum af hverju það sé? Af hverju erum við oft dómhörð á okkur sjálf? Athuga: Í þessu verkefni er nauðsynlegt að vera meðvituð og tilbúin að grípa inn í ef leikurinn fer úr böndunum. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.3, 1.4 og 1.5 í dagbókinni.

mms.is 15 KENNSLUSTUND 2 STYRKLEIKAR UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST Þar sem það gæti reynst unglingum erfitt að koma auga á eigin styrkleika þá gæti verið hjálplegt að benda þeim á hópaumræðuna frá sjálfsmyndar verkefninu hér að framan eða spyrja þau „Hvernig myndi þinn besti vinur/þín besta vinkona/góður félagi lýsa þér?‟. KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Öll höfum við styrkleika, öll erum við góð í einhverju og enginn er góður í öllu. Styrkleikar eru alls konar og þurfa ekki endilega að vera bara það sem þú skarar fram úr í. Það þarf æfingu í að draga fram hversdagslegu hlutina sem eru okkar styrkleikar t.d. að vera stundvís, hjálpsöm, góð með börn o.s.frv. Styrkleikar eru ekki bara að vera góð í einhverju hlutlægu eins og að vera t.d. góð í fótbolta eða stærðfræði o.s.frv. Það er líka alltaf hægt að bæta við sig styrkleikum með því að ákveða að vinna í þeim atriðum sem við viljum gera betur í. Einnig má minna sig á þá góðu eiginleika sem við búum yfir eða alla vega taka eftir þeim. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.6 í dagbókinni. SAMKENND UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST Rannsóknir í dag sýna að samkennd er hornsteinn góðrar sjálfsmyndar og því fyrr sem krakkar læra það því betra. Dagbók bls. 10 1.6 1.7 Dagbók bls. 11

mms.is 16 KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það er mikilvægt að við lærum að sýna okkur sjálfum samkennd og það er líka mikilvægt að æfa okkur í að sýna öðrum samkennd. Samkennd gagnvart okkur sjálfum er sá eiginleiki að geta sýnt sér skilning svo að við getum orðið sterkari og horfst í augu við að vera ekki fullkomin. Samkenndaræfingar virðast oft vera mjög einfaldar og eru þær það oftast en þær eru að sama skapi öflugar og byrja að virka fljótt. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.7 í dagbókinni. GILDI KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Gildin okkar eru eins og okkar innri áttaviti. Þau segja til um hvað skiptir okkur máli, hvernig manneskjur við viljum vera og hvernig við viljum koma fram við aðra (manneskjur, dýr eða jafnvel umhverfi). Gildi eru mismunandi milli einstaklinga og geta tekið breytingum í gegnum lífið. Dæmi um algeng gildi eru til dæmis hreinskilni, virðing, samkennd, ábyrgð og fleira í þá áttina. UMRÆÐUPUNKTAR Fáðu nemendur til að fletta upp verkefni 1.8 í dagbókinni. Ræðið um hvað það er sem skiptir okkur máli, hver gildin í lífi okkar eru. • Ég - Hvernig manneskja vil ég vera? Hvað finnst mér best við mig? Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? Hvað hjálpar mér að líða vel? • Fjölskyldan mín - Hvernig samskipti vil ég eiga við fjölskylduna? Hvernig dóttir/sonur/bur vil ég vera? • Vinir mínir - Hvernig vil ég koma fram við vini mína? Hvaða eiginleika í mínum vinum kann ég mest að meta? • Samfélagið mitt - Hvernig samfélagi vil ég búa í? Hvað get ég lagt að mörkum? • Framtíðin mín - Hvað vil ég vera og gera þegar ég verð fullorðin/fullorðinn/ fullorðið? Dagbók bls. 12 1.8

mms.is 17 DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.8 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI – áskoranir, klípusögur Gefðu nemendum 5 mínútur til að skrifa niður á lítinn miða þrjú gildi sem þau telja að séu mikilvæg til þess að vera góð manneskja. Fáðu nemendur til að brjóta saman miðann, geyma hann hjá sér og opna hann ekki fyrr en þú gefur þau fyrirmæli. Skiptu nú nemendum í 3-4 manna hópa. Hver hópur fær tvær til þrjár klípusögur til að vinna með, sjá viðauka 4 bls. 86. Nemendur ræða saman í hópunum sínum í hverju áskoranir sögunnar felast og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Gefðu þeim 5 mínútur fyrir hverja áskorun. Þegar tíminn er liðinn skaltu kalla upp hverja áskorun fyrir sig og spyrja þá hópa sem unnu með þá áskorun hver niðurstaða þeirra var. Settu svör hópanna upp á töflu svo þau séu sýnileg öllum og spurðu bekkinn hvaða gildi eru að stangast á í hverri áskorun fyrir sig. Þegar búið er að vinna með allar klípusögurnar á þennan hátt opna nemendur miðana með gildunum sínum og bera þau saman við gildi annarra. Varpaðu fram spurningu um hvort að gildi þeirra hafi haft áhrif á þær niðurstöður sem hópurinn komst að. Í lokin velur hver og einn nemandi eitt af sínum gildum og skrifar eða teiknar upp hvað hægt sé að gera til að sýna fram á það gildi í daglegu lífi. KENNSLUSTUND 3 UMHVERFI KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Stór hluti af okkar sjálfsmynd getur myndast frá umhverfinu. Fólkið sem við umgöngumst mest, afþreying og tómstundir geta haft töluverð áhrif á það hvernig við hugsum og hvernig okkur líður. Við getum sótt í það að vera með fólki sem er upplífgandi, stuðningsríkt og lætur okkur líða vel. Einnig getum við verið meðvituð um hvernig afþreying og tómstundir hafa áhrif á okkur og valið þannig vel hvernig við nýtum frítímann okkar. Afþreying og tómstundir geta einnig haft áhrif á okkur og þar á það sama við. Stöldrum við og pælum í því hvernig okkur líður eftir að hafa spilað ákveðinn tölvuleik eða verið á ákveðnum samfélagsmiðli og veljum þá leiki eða miðla sem láta okkur líða vel. Dagbók bls. 14 1.9 1.9 1.10 og

mms.is 18 Til er góð samlíking um fólkið í nærumhverfinu og strætó. Lífið okkar er eins og strætisvagn, við erum strætóbílstjórinn og farþegarnir eru eins og fólkið í okkar lífi. Farþegunum er þá raðað í sæti eftir því hversu miklu sambandi við erum í við viðkomandi. Suma einstaklinga getum við ekki forðast eða hent út úr strætisvagninum en við getum sett þá aftar í bílinn. Suma viljum við fá framar og þá getum við „hó-að” í viðkomandi og sagt þeim að það sé laust sæti á fremsta bekk. Suma þurfum við ef til vill að setja af og til út í strætóskýli. Fólkið í kringum okkur er allskonar, við erum allskonar og það er enginn regla um það hvernig sætaskipan í þínum strætó á að vera. Það sem mestu máli skiptir er að þér líði vel, þetta er þinn strætó – þitt líf. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa lesið textann er tilvalið að ræða eftirfarandi punkta: • Hvaða einstaklingum líður ykkur vel í kringum? Hvað einkennir þá einstaklinga? • Við getum ekki alltaf verið einungis í kringum fólk sem lætur okkur líða vel. Stundum þurfum við að vera í kringum einstaklinga þó þau dragi okkur niður en þá er mikilvægt að finna leiðir til að geta sem best unnið úr slíkum aðstæðum. • Ýmiss konar afþreying og margs kyns tómstundir geta haft áhrif á líðan okkar. Er til dæmis munur á að horfa á sjónvarpið með fjölskyldunni, vinum eða ein út af fyrir okkur? • Ef við erum meðvituð um hvernig afþreying og tómstundir hafa áhrif á líðan okkar þá getum við betur valið hvernig við verjum tímanum okkar. • Sum upplifa streitu eða kvíða þegar miklum tíma er eytt í tölvuleikjum og á samfélagsmiðlum, hvað er hægt að gera til að vinna gegn því? ˚ Komdu með dæmi af þér. Hvernig líður þér þegar þú hefur eytt miklum tíma á samfélagsmiðlum? Hefur þú prófað að slökkva á tilkynningum, hvernig leið þér þá? Hefur þú tekið símalausan dag/viku og hvernig leið þér eftir frí frá síma/samfélagsmiðlum? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.9 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI – Fyrirmyndir Farðu yfir með nemendum hvað fyrirmyndir eru og fáðu þau til að nefna hvaða fyrirmyndir þau hafa í sínu lífi. Fyrirmynd (e. role model) er einstaklingur eða einstaklingar sem við lítum upp til eða veita okkur innblástur. Fyrirmynd getur verið fræg eða opinber persóna, vinur, fjölskyldumeðlimur eða annar einstaklingur sem við umgöngumst í daglegu lífi. Leggðu áherslu á að við getum haft margar fyrirmyndir á sama tíma og spurðu nemendur hvað það er sem gerir fyrirmynd að fyrirmynd. Nokkrir punktar sem þú getur stuðst við:

mms.is 19 • Heiðarleiki. Afhverju skiptir máli að fyrirmynd sé heiðarleg? • Þrautseigja. Finnst ykkur að fyrirmyndir gefist ekki upp þó að á móti blási? • Samkennd. Mynduð þið segja að fyrirmynd sýni samkennd, þ.e. að henni er ekki sama um aðra? Hvernig þá? • Leiðtogahæfni. Eru fyrirmyndir oft leiðtogar? Getið þið nefnt dæmi um fyrirmyndir í leiðtogahlutverkum? T.d. fyrirliði í einhverri íþrótt, þjálfari eða eitthvað annað álíka leiðtogahlutverk. • Jákvæð áhrif. Teljið þið að fyrirmyndir hafi jákvæð áhrif á aðra í kringum sig og á umhverfi sitt? Getið þið nefnt dæmi? Eftir þessar umræður leyfðu nemendum að velja annað af eftirfarandi verkefnum. Taka viðtal við fyrirmynd. Hvaða fyrirmynd átt þú sem er náin þér? Skrifaðu niður hvað það er sem gerir þá manneskju að fyrirmynd í þínu lífi. Skrifaðu hjá þér spurningar sem þú vilt spyrja og endilega spurðu einnig hvaða fyrirmyndir fyrirmyndin þín hefur. Mögulegar skilaleiðir eru: a) Ritun. Skrifaðu upp viðtalið. Ritunin má vera í formi viðtals, sögu eða myndasögu. b) Hlaðvarp. Taktu viðtalið upp í formi hlaðvarps. c) Myndband. Taktu viðtalið upp sem myndband, klipptu myndbandið saman og settu titil fremst í myndbandið og kynningu þar sem kemur fram hver viðmælandinn er. Bréf til fyrirmyndar. Hugsaðu þér fyrirmynd sem er nálægt þér og skrifaðu bréf til hennar. Segðu henni hvað það er sem gerir hana að fyrirmynd. Þú getur notað listann með gildunum til að aðstoða þig við skrifin, sjá í verkefni 1.8 í dagbókinni. Finndu svo heimilisfang fyrirmyndarinnar og skrifaðu það á umslagið. Kennari þinn póstleggur síðan bréfið eftir að hafa lesið yfir það. KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það er margt í umhverfinu okkar sem við höfum enga stjórn á, t.d. hvenær skólinn byrjar, hvar vinur okkar á heima, skilafresti á verkefni eða hvaða dagur er á morgun. Það er mikilvægt að átta sig á því hverju við getum stjórnað og hverju ekki. Við ættum ekki að einblína um of á það sem við getum ekki stjórnað heldur miklu frekar á það sem við getum stjórnað. Til dæmis getum við oft á tíðum stjórnað hvenær við förum að sofa, farið þá fyrr í háttinn til að geta mætt vel upplögð í skólann, við getum stjórnað því hversu mikið við leggjum okkur fram í skilaverkefnum og hvenær við vinnum að því. 1. 2. 1.10

mms.is 20 UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Getið þið nefnt einhverjar áhyggjur sem þið hafið haft sem þið getið ekki stjórnað? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skaltu byrja umræðuna með dæmi frá þér og hvaða tilfinningar þú upplifðir, hvernig þú vannst úr því og hvað það var sem þú hafðir stjórn á til að vinna úr hlutunum. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.10 í dagbókinni. SAMSKIPTI KVEIKJA AÐ EFNINU Byrjaðu að lesa upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Samskipti fela í sér margs kyns tjáningu og mikilvægt er að átta sig á að talað orð er einungis lítill hluti af samskiptunum sem við eigum, tónn raddarinnar og líkamstjáning hefur mun meira að segja. Með þetta í huga er mikilvægt að átta sig á að þegar við erum að senda skilaboð, hvort sem það er í gegnum spjallforrit eða samfélagsmiðla, þá er ekki víst að við komum öllu því sem við viljum til skila. Í sumum tilfellum notum við tjákn (e. emoji) til að bæta upp fyrir að hvorki tónn né líkamstjáning sé til staðar. Þegar við höfum hvorki tón raddarinnar né líkamstjáningu til að styðjast við þegar við lesum skilaboð annarra getur oft orðið misskilningur. Hér á eftir eru tvö dæmi sem þú getur lesið fyrir nemendur og sýnt þeim svo myndböndin. Dæmi 1 – Tjáning Lestu eftirfarandi texta fyrir nemendur og gættu þess að hafa fremur flatan og eintóna rödd við lesturinn. Persóna 1: „Totally – I’m fine. Totally fine. You know what we should do?‟ Persóna 2: „Calm ourselves?‟ Persóna 1: „Nooo, we should all have dinner. Yes, we’ll do it tomorrow night. I’ll cook.‟ Persóna 3: „Don’t you think that will be a little weird.‟ Persóna 1: „Weird? What’s weird? The only thing weird would be if someone doesn’t like Mexican food because I’m making fajitas.‟ 1.11 Dagbók bls. 15

mms.is 21 Eftir að hafa lesið textann, sýndu þá þetta myndbrot úr Friends þætti þar sem að Ross (P1) kemst að því að fyrrverandi kærasta hans Rachel (P2) og Joey vinur hans (P3) eru farin að vera saman. Dæmi 2 – Tjáning Lestu eftirfarandi texta fyrir nemendur og gættu þess að hafa fremur flatan og eintóna rödd við lesturinn. Persóna 1 kemur inn í íbúðina og persóna 2 stendur við eldhúsið að ganga frá diskum. Persóna 1: Hæ veistu hvað? Persóna 2: Hæ, hvað? Persóna 1: Erla bauð mér ekki í afmælið sitt. Persóna 2: Erla? Vá í alvörunni. Er í lagi með þig? Persóna 1: Já mér er alveg sama þannig. Við höfum ekki sést lengi. Ég er bara alveg góð. Persóna 2: Þú lítur ekkert út fyrir að vera sérstaklega góð. Ertu viss um að þú sért góð? Persóna 1: Já ég er alveg góð skilurðu, ég er reyndar bara alveg mjög góð. Mér er líka bara alveg sama. Við erum ekkert vinkonur lengur þannig. Ég er bara mjög góð. I’m so fine. Skilurðu. Ef góð er hér (bendir með höndinni upp í loft) þá er ég hér. Alveg sama. Persóna 2: Æji, ertu alveg viss um að þú sért góð? Persóna 1: Já ég er 100% góð. Allt í lagi? Eftir að hafa lesið textann, sýndu þá þetta myndband og spjallið um muninn á upplestrinum og því sem þau sáu á myndbandinu. Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Tónn raddar okkar og líkamstjáning er stór hluti af því sem við erum að „segja‟. Hvaða tón við veljum að nota, hvernig við notum/staðsetjum hendurnar (t.d. hendur niður með síðum, á hreyfingu eða krosslagðar), hvernig við stöndum eða sitjum (t.d. báðar lappir í gólfi eða krosslagðar) eða hvaða svipbrigði við notum sendir mikil og sterk skilaboð í öllum okkar samskiptum. Þetta sést vel í þessu dæmi úr þáttaröðinni Friends. Orð geta líka haft margar merkingar, sama orðið í mismunandi aðstæðum, hvernig tón er notað þegar það er sagt o.s.frv. geta þýtt mjög ólíka hluti.

mms.is 22 DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 1.11 í dagbókinni og ræðið saman eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Hvaða orð dettur ykkur í hug sem getur haft margar merkingar? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, þá eru hér dæmi: ˚ orðið „jæja‟ höfum við flest heyrt oft, og í mismundi aðstæðum og merkingum. • Spurðu nemendur: Dettur ykkur í hug einhvern misskilning sem getur orðið út af því að orð eða tákn geta haft margar merkingar? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, þá eru hér dæmi: ˚ „Like‟ þumalinn/tjáknið getur haft mismunandi þýðingar fyrir fólk. AUKAEFNI Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Samskipti geta verið erfið. Við getum túlkað hluti á mismunandi hátt, stundum getum við upplifað að við séum kurteis en hinn aðilinn upplifir að við séum ekki að sína virðingu. Eins og með svo margt annað þá þurfum við að æfa okkur til að verða góð í samskiptum. Góð samskipti eru nefnilega lykillinn þegar kemur að því að mynda jákvæð tengsl við fólk. Færni í samskiptum er því afar mikilvæg þegar kemur að samstarfi, ástarsamböndum og öllu sem við kemur mannlegum tengslum. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Það eru ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar við eigum í samskiptum við aðra, getið þið komið með dæmi um slík atriði? • Útskýrðu: Leyfðu nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, getur þú nefnt þessi dæmi: ˚ Hvernig hefur ykkur fundist þegar fólk grípur fram í fyrir ykkur og hlustar ekki þegar þið eruð að tala? ˚ Að vera skýr og segja hvað okkur finnst en virða samt skoðanir annarra getur hjálpað til að viðhalda góðum samskiptum – gætuð þið komið með dæmi? ˚ Mín skoðun er að það sé gott að vera með ananas á pizzunni en ég ber virðingu fyrir að þér finnst það ekki gott. ˚ Hvernig getum við verið tillitsöm í samskiptum og sett okkur í spor annarra?

mms.is 23 Góð samskipti eru lykillinn að því að mynda jákvæð tengsl við annað fólk. Færni í samskiptum er því mikilvæg þegar kemur að vina-, fjölskyldu- og ástarsamböndum, samstarfi við aðra og í raun öllum mannlegum tengslum. Samskipti eru ekki einföld, við getum túlkað hluti á mismunandi hátt, t.d. getur þú talið þig vera að sýna kurteisi á meðan annar upplifir vanvirðingu (t.d. þumallinn upp í mörgum menningarheimum þýðir að við séum samþykk á meðan í öðrum menningarheimum þýðir það að við séum að segja hinum að fara norður og niður). Við fæðumst ekki góð í samskiptum, það er færni sem við lærum og erum að æfa alla ævi. AUKAVERKEFNI – SAMSKIPTI Nemendur vinna þrjú saman í hóp, tvö æfa samtalsfærni og sá einstaklingur sem er ekki að æfa er áhorfandi og gefur endurgjöf þegar æfingunni er lokið. Öll eru einu sinni áhorfandi. Leyfið nemendum að velja sér aðstæður hverju sinni en þó má hópurinn einungis velja hverja þeirra einu sinni. Sjá æfingar í viðauka 5 bls. 87. Gakktu á milli hópa, leiðbeindu, spurðu dýpkandi spurninga og gefðu endurgjöf. SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni fyrsta kafla ættu nemendur að: • geta greint frá því hvað staðalmyndir eru og hvers vegna það skiptir máli að vera meðvitaður um þær. • hafa áttað sig á því hvernig þeir geta styrkt sjálfsmyndina. • geta borið kennsl á styrkleika sína og gildi. • geta borið kennsl á þá þætti í umhverfinu sem þeir geta stjórnað og hverju ekki. • hafa dýpri skilning á hvað felst í tjáningu og samskiptum. Áður en haldið er yfir í næsta kafla, rifjaðu stuttlega upp efni fyrsta kafla og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var ... 2. Ég myndi vilja vita meira um ... 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það ... Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi.

mms.is 24 ÁHUGAVERÐIR TENGLAR OG ANNAÐ EFNI Frá MMS og öðrum aðilum: Bækur/rafbækur • Ég og sjálfsmyndin • Ertu? Vinnubók í lífsleikni Vefsíður • Sterkari út í lífið • Sterkari út í lífið – Samkennd Af YouTube • Leitarorð: How miscommunication happens (and how to avoid it) – Katherine Hampsten • Leitarorð: A clever lesson in self worth Meir Kay • Leitarorð: Self Esteem and body image, That’s What He Said • Leitarorð: Girls ages 6-18 talk about body image, Allure • Leitarorð: What happens when strangers get real about body image ˚ Einstaklingarnir segja við ókunnuga það sem þau segja við sig sjálf. Myndband sem sýnir að við erum okkar verstu dómarar. • Leitarorð: What does it mean to be beautiful, Esther Honig | TEDxVancouver

25 mms.is UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um tilfinningar og bjargráð, bls. 16‒25 í dagbókinni. Ýmis bjargráð eru talin til í þættinum. Einnig er gott að ræða við nemendur um hvernig við getum lært að þekkja tilfinningar okkar. Hvað er að gerast í líkamanum þegar við finnum fyrir reiði? Hvernig lærum við að bera kennsl á reiði áður en hún verður mjög sterk (og þá erfiðara að eiga við hana)? Gott er að læra tilfinningastjórn, að vita að við getum bara haft stjórn á sjálfum okkur en ekki öðrum. Á sama tíma er óþægilegt þegar aðrir eru t.d. reiðir við okkur og þá er t.d. hægt að fara úr aðstæðum, ná fjarlægð ef við þurfum. KAFLI 2 TILFINNINGAR OG BJARGRÁÐ HUGTAKALISTI TILFINNINGAGREIND (e. Emotional intelligence) vísar til hæfni í að bera kennsl á, lýsa, skilja, hlúa að og stjórna tilfinningum. Tilfinningagreind er almennt sögð fela í sér fjölbreytta færni; ein af þeim er tilfinningavitund; einnig hæfni til að láta tilfinningar leiðbeina hugsun, t.d. við lausn vandamál; hæfni til að stjórna eigin tilfinningum og hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. TILFINNINGAVITUND (e. Emotional awareness) er hæfni til að bera kennsl á þeim áhrifum sem tilfinningar hafa á líkama okkar og hugsanir, hvernig tilfinningar birtast í hegðun okkar sem og getuna til að lýsa eigin tilfinningum. Tilfinningavitund er hæfni sem fellur undir tilfinningagreind.

26 mms.is AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU: • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garði, fara svo yfir listann með nemendum áður en kennsla hefst. LAGT ER TIL AÐ KENNA 2. KAFLA MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 2 kennslustundir (40 mín hver kennslustund), 120 mín. ˚ Kennslustund 1 ▪ Tilfinningar ˚ Kennslustund 2 ▪ Bjargráð – Kvíði ▪ Bjargráð – Reiði KENNSLUSTUND 1 TILFINNINGAR KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Að skilja tengslin milli tilfinninga okkar og hugsana eða upplifana, styrkir sjálfsmynd okkar og líkamsvitund. Oft á tíðum speglast líðan okkar í eigin hegðun, t.d. að skella hurð í pirringi eða rífast við einstakling þegar við upplifum reiði. Tilfinningum má lýsa með einu orði og til eru ótal orð fyrir hinar margvíslegu tilfinningar. Hins vegar notum við mjög fá orð um eigin líðan og því minni tilfinninga-orðaforða sem við búum yfir, því erfiðara er fyrir okkur að átta okkur á hvernig okkur líður og hvaða „skilaboð‟ líkami okkar er að reyna að senda okkur. Hlustið á hlaðvarpsþátt 2 saman og látið nemendur vita að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. 2.1 Dagbók bls. 21

27 mms.is UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Hlaðvarpið gefur góða innsýn inn í tilfinningavitund, líðan, hegðun og hugsanir og hvernig allt fernt hefur áhrif á hvert annað. Skoðum tilfinningahjólið á bls. 18 í dagbókinni. Hvaða tilfinningaorð eru ný fyrir ykkur? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Biturð, hafið þið oft heyrt það? ˚ Hvaða tilfinningaorð notið þið mest? ˚ Hvaða tilfinningaorð finnst ykkur jákvæðast? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 2.1 í dagbókinni. FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Innri verkstjórn er hæfni okkar til að hafa stjórn á hegðun okkar, geðhrifum og hugsunum við allar aðstæður. Við lærum innri verkstjórn af reynslu og grunnurinn er lagður strax í barnæsku. • Spurðu nemendur: Þegar þið voruð ungabörn höfðuð þið litla eða enga stjórn á tilfinningum ykkar en eftir því sem þið urðuð eldri þá lærðuð þið að hafa stjórn á þeim. Getið þið nefnt einhverjar tilfinningar sem þið hafið stjórn á í dag en höfðuð ekki þegar þið voruð ungabörn? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Vonbrigði? ▪ Dæmi: Þegar þið voruð í búð með foreldrum ykkar og fenguð ekki nammið sem ykkur langaði í – mögulega var grátið, jafnvel öskrað. • Spurðu nemendur: Getið þið nefnt dæmi úr raunveruleikanum þar sem einstaklingur hafði ekki stjórn á tilfinningum sínum og lenti t.d. í vandræðum þess vegna? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Vonbrigði? ▪ Dæmi: Leikmaður í fótbolta sem tapar leik verður reiður og sýnir óásættanlega hegðun á vellinum.

mms.is 28 AUKAVERKEFNI – TILFINNINGARNAR MÍNAR Tveggja til þriggja daga verkefni. Nemendur lita inn í tilfinningahjólið í viðauka 6 á bls. 88 þær tilfinningar sem þau upplifðu yfir tímabilið. Gott er að senda póst heim þess efnis að þetta verkefni sé í gangi og að foreldrar minni á það. Verkefnið hjálpar nemendum að greina betur eigin tilfinningar og setja orð á bak við þær. Verið viss um að vera búin að fara yfir tilfinningahjólið með nemendum svo þau skilji tilfinningaorðin. KENNSLUSTUND 2 BJARGRÁÐ - KVÍÐI KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Tilfinningar okkar byggjast á hormónum. Hormón myndast í kirtlakerfinu okkar á mismunandi stöðum í líkama okkar. Til dæmis myndast hormónin adrenalín og kortisól í nýrunum. Það eru streituhormón og byrja að flæða um líkama okkar þegar við upplifum streitu, hættuástand eða kvíða. Þar sem að hormón ferðast um líkama okkar með blóðrásinni þá eiga þau til að vera lengi á leið úr kerfinu okkar. Þess vegna hættum við ekki strax að vera stressuð þegar hættuástandið er liðið hjá heldur hefur það áfram áhrif á líkamsstarfsemi okkar (t.d. ef ég er á leið yfir gangbraut og bíll kemur brunandi í átt að mér, fer yfir gangbrautina og litlu munar að ég verð fyrir bílnum. Ég upplifi hræðslu þegar ég sé bílinn en þó bíllinn sé farinn hjá þá er ég enn þá með hraðan hjartslátt og hraða öndun.) Þegar nýrun losa kortisól hormónið út í blóðrásina þá hefur það áhrif á allan líkamann. Þegar það fer um blóðrásina og inn í hjartað veldur það örari hjartslætti og þannig hærri blóðþrýstingi og hraðari öndun (stundum upplifum við andþyngsli vegna þessa). Þegar hormónið kemst upp í heilann þá sendir heilinn skilaboð um taugakerfið okkar sem getur valdið „fiðrildum‟ í maganum, magaverkjum og ógleði, aukið magasýruna í maganum svo að við fáum bakflæði og aukna matarþörf svo dæmi séu tekin. Þegar við erum stöðugt í streituvaldandi aðstæðum getur það haft mikil áhrif á líkama okkar. Með öllum þessum líkamlegu einkennum er líkami okkar að senda okkur skilaboð. Þess vegna er mikilvægt að þegar við upplifum þessi „skilaboð‟ að staldra við og spyrja sig, hvað er að valda þessu og er þetta raunveruleg „ógn‟? Með því að greina uppruna þeirra hugsana eða aðstæðna sem komu af stað streituhormónum þá getum við talað gegn þeim. Við getum einnig nýtt okkur að draga djúpt inn andann, taka núvitundaræfingar eða aðra slökunaræfingar til að draga úr kvíða/streitu. Dæmi: Ég á að kynna verkefni með hópnum mínum á morgun. Ég er að upplifa mikinn hjartslátt, andþyngsli, magaverk og ég get ekki sofnað. Ég ligg í rúminu mínu og byrja 2.2 Dagbók bls. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=