Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

4 Fjölskyldan pabbi GUÐMUNDUR frænka MARGOT frændi STEFÁN amma HERDÍS afi BJÖRN bróðir ATLI ÉG KARL Ég heiti Karl og er fjórtán ára. Ég á heima á Strandvegi 25. Ég á tvö systkini. Systir mín heitir Lísa, hún er 10 ára. Litli bróðir minn heitir Atli, hann er þriggja ára. Foreldrar mínir heita Linda Rós og Guðmundur. Ég á tvo afa og tvær ömmur. Foreldrar mömmu eru afi Karl og amma Herdís. Þau búa á Selfossi. Frændi minn heitir Stefán. Hann er bróðir mömmu. Foreldrar pabba eru afi Björn og amma Jóhanna. Þau búa í Reykjavík. Frænka mín heitir Margot. Hún er systir pabba. Margot frænka á son sem er líka frændi minn. Hann heitir Jóhann. systir LÍSA frændi JÓHANN mamma LINDA RÓS afi KARL amma JÓHANNA foreldrar = mamma og pabbi mamma og mamma eða pabbi og pabbi systkini = bróðir og systir systir mín mamma mín bróðir minn pabbi minn 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=