Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

52 Raðtölur Raðtala: Dæmi: 11. ellefti Ég á afmæli ellefta janúar. 12. tólfti Ég á afmæli tólfta febrúar. 13. þrettándi Ég á afmæli þrettánda mars. 14. fjórtándi Ég á afmæli fjórtánda apríl. 15. fimmtándi Ég á afmæli fimmtánda maí. 16. sextándi Ég á afmæli sextánda júní. 17. sautjándi Ég á afmæli sautjánda júlí. 18. átjándi Ég á afmæli átjánda ágúst. 19. nítjándi Ég á afmæli nítjánda september. 20. tuttugasti Ég á afmæli tuttugasta október. 21. tuttugasti og fyrsti Ég á afmæli tuttugasta og fyrsta nóvember. 22. tuttugasti og annar Ég á afmæli tuttugasta og annan desember. 30. þrítugasti Ég á afmæli þrítugasta janúar. Sagnorð – þátíð að vera ég var við vorum þú varst þið voruð hann/hún/hán/það var þeir/þær/þau voru að fara ég fór við fórum þú fórst þið fóruð hann/hún/hán/það fór þeir/þær/þau fóru Málfræði 2 Dæmi: Við vorum að baka í gær. Ég var í skólanum áðan. Dæmi: Ég fór á skíði í vetrarfríinu. Við fórum í útilegu í sumarfríinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=