Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

48 Allt í drasli Þetta er herbergið mitt. Ég á mjög mikið af fötum. Ég er að fara á skólaball í kvöld og mig langar að vera í flottum fötum. Ég er búinn að máta fimm skyrtur og fjórar buxur. Ég er líka búinn að máta boli og peysur en mér finnst ekkert nógu flott. Sum fötin mín eru orðin of lítil á mig og önnur eru of stór. Hvað á ég að velja? Hvað eru margir sokkar í herberginu? Hvað eru margar grænar peysur í herberginu? Hvað eru mörg bindi í herberginu? Hvað eru margir bolir í herberginu? sæng koddi lampi mynd bindi rúm skrifborð gluggi stóll spegill náttborð 35

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=