Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

47 Felipe: Mig langar svo í nýja peysu. Guðrún: Mig langar í nýjan kjól. Hann má ekki vera dýr. Ég á ekki mikla peninga. Felipe: Ég fékk peninga í afmælisgjöf frá ömmu og afa. Ég ætla að kaupa peysu. Mig langar í þessa. Guðrún: Áttu ekki svona peysu? Felipe: Jú, en hún er mjög gömul og ljót. Mig langar í nýja peysu. Guðrún: Hvað kostar hún? Felipe: Hún kostar 15.000 krónur. Guðrún: Vá, hún er dýr! Felipe: Já, það er rétt hjá þér. Ég á bara 10.000 krónur svo ég ætla ekki að kaupa hana. Guðrún: Hér er geggjaður kjóll sem mig langar í! Hann er líka ódýr. Felipe: Hvað kostar hann? Guðrún: Hann kostar 2.500 krónur. Felipe: Það er ódýrt! Ætlarðu að kaupa hann? Guðrún: Já, ég ætla að kaupa þennan kjól. Netverslun Skoðar þú stundum föt á netinu? Hvernig föt? Kaupir þú föt á netinu? átt þú ...? = áttu ...? ætlar þú ...? = ætlarðu ...? Andheiti gamall/gömul/gamalt nýr/ný/nýtt ljótur/ljót/ljótt fallegur/falleg/fallegt dýr/dýr/dýrt ódýr/ódýr/ódýrt stór/stór/stórt lítill/lítil/lítið 34

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=