44 Afgreiðslumaður: Get ég aðstoðað? Jóhann: Já, mig langar í peysu. Afgreiðslumaður: Hvaða stærð notar þú? Jóhann: Ég nota 38. Afgreiðslumaður: Hvaða lit vilt þú? Jóhann: Uppáhalds liturinn minn er gulur. Afgreiðslumaður: Já, hér er falleg gul peysa í stærð 38. Jóhann: Þessi er flott, hvað kostar hún? Afgreiðslumaður: Hún kostar sjö þúsund og fjögur hundruð (7.400) krónur. Jóhann: Má ég máta? Afgreiðslumaður: Já auðvitað, mátunarklefinn er þarna. Í fatabúð Hvað ætlar Jóhann að kaupa? Hvaða stærð notar hann? Hver er uppáhalds liturinn hans? Hvað kostar peysan? Háar tölur 100= eitt hundrað 1000= eitt þúsund 200= tvö hundruð 2000= tvö þúsund 300= þrjú hundruð 3000= þrjú þúsund 400= fjögur hundruð 4000= fjögur þúsund 1200= eitt þúsund og tvö hundruð 3500= þrjú þúsund og fimm hundruð 31
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=