Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

38 Fataskápurinn peysa buxur bolur nærbuxur brjóstahaldari kjóll pils stuttbuxur vettlingur hilla skápur Þetta er fataskápurinn minn. Ég ætla að selja föt á fatamarkaði á morgun. Ég kaupi oft notuð föt. Hér eru margar buxur, peysur, kjólar, pils og skyrtur. Sokkar, nærföt og náttföt eru í skúffunum. Uppáhalds peysan mín er græn, uppáhalds bolurinn minn er rauður og uppáhalds pilsið mitt er gult. Sum föt nota ég aldrei. Ég fékk bleikt pils frá Stínu frænku í afmælisgjöf. Mér finnst það ljótt og ég nota það aldrei. Ég ætla að selja það. Í dag er ég í þægilegum fötum. Ég er í stuttbuxum og bol. Hvaða föt eru uppáhalds fötin þín? Hvernig eru uppáhalds fötin þín á litinn? Uppáhalds … Í hvernig fötum ert þú í dag? Ég er í … Ég fer í … þegar ég vakna. En þú? Ég fer í ... Ég fer úr … þegar ég kem inn. En þú? Ég fer úr ... skúffa herðatré 25

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=