Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

32 Afmæli Þér er boðið í afmælið mitt föstudaginn 23. apríl klukkan hálf átta. Ég á heima á Mánagötu 4. Í boði verður pítsa og kaka og við ætlum að horfa á bíómynd. Ég hlakka til að sjá þig. Kveðja, Eva segir þú = segirðu vilt þú = viltu átt þú = áttu Eva: Halló Jan, hvað segirðu gott? Jan: Ég segi allt fínt. Eva: Ég á afmæli á morgun. Viltu koma í afmælið mitt? Jan: Já, auðvitað. Klukkan hvað? Eva: Klukkan hálf átta. Jan: Sjö þrjátíu, erum við ekki í skólanum þá? Eva: Nei, um kvöldið, nítján þrjátíu. Jan: Já auðvitað. Takk fyrir boðið. En hvar áttu heima? Eva: Ég á heima á Mánagötu 4. Jan: Hvað langar þig í afmælisgjöf? Eva: Mig langar í spil eða peninga. Jan: Sjáumst þá á morgun. Eva: Já, bless, bless. Eva ætlar að bjóða 10 krökkum í afmælið sitt. Jan ætlar að gefa Evu pening í afmælisgjöf. afmælisgjöf blaðra 22 kerti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=