Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

26 Sumar Haust Núna er sumar og þá er bjart allan daginn, líka á kvöldin og nóttunni. Í dag er sól og gott veður en á morgun verður rigning. Ég fæ sumarfrí í margar vikur og þá er ekki skóli. Ég og vinir mínir erum að vinna í unglingavinnunni í sumar. Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég fæ laun og ætla að kaupa mér nýtt hjól. Það er komið haust. Í dag er rigning og rok. Sumarfríið er búið og skólinn er byrjaður. Mér finnst gaman að hitta alla vinina aftur. Laufblöðin eru gul, rauð, appelsínugul og brún. Það er aftur dimmt á kvöldin. Vissir þú? Á Íslandi vinna unglingar oft á sumrin. Mörg fara í vinnuskóla sem er líka kallaður unglingavinnan. Þar læra þau ýmis störf t.d. að reyta arfa, hreinsa beð, sópa gangstéttir, slá gras og fleira. laufblað 13 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=