25 Vetur Vor Það er vetur og það er mikill snjór úti. Mér finnst erfitt að labba í skólann þegar það er mikill snjór. En það er líka gaman. Þá er hægt að búa til snjóhús og snjókarl og fara í snjókast. Á veturna er oft dimmt og kalt. Sólin skín bara í nokkra klukkutíma á dag. Þegar veturinn er búinn kemur vor. Snjórinn er bráðnaður og sólin skín lengur á daginn. Nú er hægt að hjóla í skólann. Grasið verður grænt og það koma laufblöð á trén. Vissir þú? Það er sumar í Ástralíu þegar það er vetur á Íslandi. dimmt bjart 11 12
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=