Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

15 Ég heiti Rósa og ég er að læra myndlist. Ég fer í myndlistarskóla einu sinni í viku, á miðvikudögum klukkan korter í fjögur. Ég læri að teikna og mála. Ég nota alls konar liti: tréliti, vatnsliti, vaxliti og olíuliti. Ég æfi mig oft að teikna heima. Ég á stóran kassa af trélitum og nýja pensla. Ég heiti Árni og ég æfi ekki neitt. Ég hef ekki áhuga á handbolta eða fótbolta. Mér finnst skemmtilegt að fara á hjólabretti og spila tölvuleiki. Ég fer stundum í félagsmiðstöðina með vinum mínum. Um helgar fer ég oft í sund og þá hjóla ég þangað. Ég syndi 500 metra og fer svo í heita pottinn. Ég hlusta mikið á tónlist og spila á spil. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru … Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Mér finnst skemmtilegt að … Hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Mér finnst leiðinlegt að … Hver er uppáhalds íþróttin þín? Uppáhalds íþróttin mín er … Hvað finnst Árna skemmtilegt að gera? Hvenær fer Rósa í myndlistarskólann? Hvað gerir Árni á laugardögum og sunnudögum? Hvernig liti notar Rósa? Hvað gerir Árni stundum? Hvað lærir hún þar? 10 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=