Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

14 Frístundir Hversu oft? Einu sinni, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum, fjórum sinnum Ég heiti Sara. Ég hef áhuga á íþróttum og æfi fótbolta. Ég fer á æfingu fjórum sinnum í viku. Liðið mitt heitir Örninn. Þegar ég spila fótbolta fer ég í takkaskó og legghlífar. Ég þarf að hlaupa mikið og sparka í boltann, stundum skora ég mark. Um helgar spila ég oft leiki og það finnst mér mjög skemmtilegt. Ég heiti Símon og ég hef áhuga á tónlist. Ég er að læra á gítar. Ég fer í tónlistarskóla tvisvar sinnum í viku á mánudögum og fimmtudögum. Gítarkennarinn minn heitir Roberto og er frá Spáni. Hann talar spænsku, ensku og íslensku. Hann er mjög góður kennari. Ég læri að spila skemmtilega tónlist og stundum spilum við saman. Ég æfi mig heima á hverjum degi í 30 til 40 mínútur. Hversu oft í viku fer Sara á æfingu? Hvað gerir Sara á fótboltaæfingum? Hvað heitir gítarkennarinn hans Símonar? Hversu lengi æfir Símon sig á gítarinn? Hvernig skó notar Sara í fótbolta? Hvaða tungumál talar Roberto? 7 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=