8 Gæludýr Flavia: Átt þú gæludýr? Erla: Já, ég á hund sem heitir Bobby. En þú? Flavia: Já, ég á páfagauk og hamstur. Mig langar að eiga hund! Erla: Það er mikil vinna að eiga hund. Ég þarf að gefa Bobby að borða og fara út að labba með hann á hverjum degi. Flavia: Það er líka mikil vinna að eiga hamstur og páfagauk. Ég þarf að gefa þeim að borða á hverjum degi. Svo þarf ég oft að þrífa búrin. 3 Átt þú gæludýr? Langar þig að eiga gæludýr? Hvað átt þú mörg gæludýr? = Hversu mörg gæludýr átt þú? Hvað heitir hundurinn hennar Erlu? Hversu mörg gæludýr á Flavia? Hvaða gæludýr langar Flaviu að eiga? Hvað þarf Erla að gera á hverjum degi? Hvenær þarf að þrífa búrin?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=