Einmitt 1b - lesbók (tilraunaútgáfa)

Einmitt! Einmitt! Lærum íslensku 1b Lærum íslensku 1b Lesbók TILRAUNAÚTGÁFA

1 Fjölskylda og áhugamál . . . 2 Fjölskyldan .. . . . . . . . . . .4 Fullt nafn . . . . . . . . . . . . . 5 Fjölskyldur eru alls konar . . . . . . . . . . . . . 6 Gæludýr . . . . . . . . . . . . . . 8 Hvað geri ég heima? . . . 10 Áhugamál............12 Frístundir . . . . . . . . . . . .14 Samantekt.. . . . . . . . . . .16 Málfræði 1 . . . . . . . . . . . . . 18 2 Árstíðir og afmæli .......22 Árstíðir . . . . . . . . . . . . . .24 Frídagar . . . . . . . . . . . . .27 Frí..................29 Afmæli . . . . . . . . . . . . . .32 Samantekt.. . . . . . . . . . .35 3 Föt ...................36 Fataskápurinn . . . . . . . . . 38 Föt og veður . . . . . . . . . 40 Í fatabúð . . . . . . . . . . . . 44 Netverslun . . . . . . . . . . . 47 Alltídrasli.. . . . . . . . . . .48 Skólaball.............49 Samantekt.. . . . . . . . . . .50 Málfræði 2 . . . . . . . . . . . . . 52 4 Tölur og tími . . . . . . . . . . .28 Tölur . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Aðtelja..............32 Aldur................33 Kennitala og símanúmer.. . . . . . . . 34 Hvar átt þú heima? . . . . . 36 Hvað er klukkan? . . . . . . 38 Dagur og nótt.. . . . . . . . 40 Vikudagar . . . . . . . . . . .41 Samantekt.. . . . . . . . . . .42 Málfræði 2 . . . . . . . . . . . . . 44 5 Skólinn . . . . . . . . . . . . . . . .46 Skólalóð . . . . . . . . . . . . . 48 Í hvaða bekk ert þú? . . . . 50 Skólastofa.. . . . . . . . . . .52 Hvað ert þú aðgera?.............54 Samantekt.. . . . . . . . . . .56 6 Skóladagurinn . . . . . . . . .58 Litir.................60 Skólastofur .. . . . . . . . . . 62 Skóladagurinn minn . . . . 64 Samantekt.. . . . . . . . . . .67 Málfræði 3 . . . . . . . . . . . . . 68 Orðalisti . . . . . . . . . . . . . . . 70 Efnisyfirlit

Einmitt! Lærum íslensku 1b Lesbók

1 Fjölskylda og áhugamál stundum alltaf aldrei þegar oft afi sonur mamma pabbi dóttir bróðir amma kisa gullfiskur hamstur hundur systir tvisvar þrisvar að passa að æfa að hlaupa að horfa að hjálpa að sparka fjórum sinnum einu sinni 2 páfagaukur hjólabretti handbolti ballett feit – mjó stórt – lítið langt – stutt svartur – hvítur ljótur – fallegur

3 Mér finnst skemmtilegt að spila á trommur! Ég hef áhuga á júdó! Já, ég á páfagauk og hamstur. Mig langar í sund. Viltu koma í sund? Nei, ég þarf að passa systur mína. Áttu gæludýr? Hvað finnst þér gaman að gera? Ég er góð í handbolta!

4 Fjölskyldan pabbi GUÐMUNDUR frænka MARGOT frændi STEFÁN amma HERDÍS afi BJÖRN bróðir ATLI ÉG KARL Ég heiti Karl og er fjórtán ára. Ég á heima á Strandvegi 25. Ég á tvö systkini. Systir mín heitir Lísa, hún er 10 ára. Litli bróðir minn heitir Atli, hann er þriggja ára. Foreldrar mínir heita Linda Rós og Guðmundur. Ég á tvo afa og tvær ömmur. Foreldrar mömmu eru afi Karl og amma Herdís. Þau búa á Selfossi. Frændi minn heitir Stefán. Hann er bróðir mömmu. Foreldrar pabba eru afi Björn og amma Jóhanna. Þau búa í Reykjavík. Frænka mín heitir Margot. Hún er systir pabba. Margot frænka á son sem er líka frændi minn. Hann heitir Jóhann. systir LÍSA frændi JÓHANN mamma LINDA RÓS afi KARL amma JÓHANNA foreldrar = mamma og pabbi mamma og mamma eða pabbi og pabbi systkini = bróðir og systir systir mín mamma mín bróðir minn pabbi minn 1

5 Fullt nafn Hann heitir fullu nafni Karl Guðmundsson. Systir hans heitir fullu nafni Lísa Guðmundsdóttir. Pabbi hans heitir fullu nafni Guðmundur Björnsson. Hún heitir fullu nafni Kristín Ósk Guðrúnardóttir. Bróðir hennar heitir Anton Örn Guðrúnarson. Mamma hennar heitir Guðrún Ósk Þórsdóttir. Hér búa: Linda Rós Karlsdóttir Guðmundur Björnsson Karl Guðmundsson Lísa Guðmundsdóttir Atli Guðmundsson     Ég heiti Max Witter. Mamma mín heitir Isabella Witter. Pabbi minn heitir Stefan Witter. Systir mín heitir Júlía Witter. Frændi minn og frænka heita líka Witter. Öll í fjölskyldunni minni heita Witter. Witter er ættarnafn. Hvað heitir Karl fullu nafni? Hann heitir… Hvað á Karl mörg systkini? Hann á… Hvað heitir mamma Kristínar fullu nafni? Hún heitir… Hvað heitir bróðir Karls fullu nafni? Hann heitir… ………………………………………..? Hann heitir Anton Örn Guðrúnarson. Hvað á Max margar systur? Hann á… ………………………………………..? Hún heitir Isabella Witter fullu nafni. Hann Hún hans hennar

6 Fjölskyldur eru alls konar Hver eru í fjölskyldu Ómars? Hver eru í fjölskyldu Rósu? Hver á gæludýr? Hvernig gæludýr? Tvíburar Stjúpmamma Stjúppabbi mamma pabbi þrjú börn tvíburar Ómar stór hundur Þetta er fjölskyldan mín. tveir pabbar tvö börn systkini köttur Rósa Jón mamma unglingur Flavia páfagaukur hamstur Kári pabbi mamma stjúppabbi stjúpmamma tvær systur

7 Hvað átt þú mörg systkini? Ég á … systkini. Hvað eru systkini þín gömul? Þau eru … Hvað heitir amma þín? Hún heitir … Hvað heitir þú fullu nafni? Ég heiti ... Ómar: Átt þú systkini, Guðrún? Guðrún: Já, ég á þrjú systkini. Tvo bræður og eina systur. En þú? Ómar: Ég á tvær systur. Tvíbura. Guðrún: Eru systur þínar góðar vinkonur? Ómar: Stundum. Sko, ég elska þær … en stundum eru þær óþolandi. Ég á einn/tvo/þrjá/fjóra bræður. Ég á eina/tvær/þrjár/fjórar systur. Ég á eitt/tvö/þrjú/fjögur systkini. 2

8 Gæludýr Flavia: Átt þú gæludýr? Erla: Já, ég á hund sem heitir Bobby. En þú? Flavia: Já, ég á páfagauk og hamstur. Mig langar að eiga hund! Erla: Það er mikil vinna að eiga hund. Ég þarf að gefa Bobby að borða og fara út að labba með hann á hverjum degi. Flavia: Það er líka mikil vinna að eiga hamstur og páfagauk. Ég þarf að gefa þeim að borða á hverjum degi. Svo þarf ég oft að þrífa búrin. 3 Átt þú gæludýr? Langar þig að eiga gæludýr? Hvað átt þú mörg gæludýr? = Hversu mörg gæludýr átt þú? Hvað heitir hundurinn hennar Erlu? Hversu mörg gæludýr á Flavia? Hvaða gæludýr langar Flaviu að eiga? Hvað þarf Erla að gera á hverjum degi? Hvenær þarf að þrífa búrin?

9 Átt þú gæludýr? Já, ég á hund/kisu/hamstur/ Átt þú uppáhalds gæludýr? Nei, ég á ekki gæludýr. Hvað þarft þú að gera á hverjum degi ef þú átt gæludýr? Lýstu þessum gæludýrum Andheiti Stórt búr Feit kisa Hvítur páfagaukur Fallegur fiskur Langt skott Stutt skott Lítið búr Mjó kisa Svartur páfagaukur Ljótur fiskur

10 Hvað geri ég heima? Ég kem heim úr skólanum. Ég læri heima. Ég passa stundum systur mína. Ég borða brauð og drekk mjólk. Ég horfi á sjónvarpið með fjölskyldunni. Ég borða kvöldmat. Ég spila oft tölvuleik við vin minn. Ég fer að sofa. Eftir kvöldmat spila ég Uno við bróður minn. 4

11 Hvenær kemur Bin heim úr skólanum? Hvenær fer Bin að sofa? Hvað gerir Bin klukkan sjö? Klukkan hvað lærir Bin heima? Hvað gerir Jan alltaf á þriðjudögum? Hvað borðar Flavia þegar hún kemur heim úr skólanum? Jan er vinur minn. Á þriðjudögum passar hann alltaf systur sína og lærir heima í stærðfræði. Hann spilar líka oft tölvuleiki við vini í Póllandi og hjálpar stundum mömmu sinni að elda matinn. Hann burstar alltaf tennurnar klukkan hálf tíu. Hann fer að sofa klukkan tíu á kvöldin. Flavia er vinkona mín. Hún borðar alltaf banana og lærir heima þegar hún kemur heim úr skólanum. Svo horfir hún stundum á þátt í tölvunni en fer aldrei í tölvuleik. Stundum vaskar hún upp eftir matinn og talar svo oft við vini á netinu. Hún les bók í 15 mínútur og fer að sofa klukkan hálf ellefu. aldrei stundum oft alltaf þegar Ég fer heim þegar skólinn er búinn. Klukkan hvað kemur þú heim úr skólanum? Ég kem heim klukkan ... Hvað gerir þú þegar þú kemur heim? Ég … Klukkan hvað ferð þú að sofa? Ég fer að sofa klukkan … Hvað gerir þú oft/stundum/aldrei/alltaf? 5 6

12 Áhugamál Hver eru áhugamál þín? Mér finnst skemmtilegt í fótbolta. Mér finnst gaman í handbolta. Ég er góður í körfubolta. Ég er góð í júdó. Ég æfi sund fjórum sinnum í viku. Mér finnst gaman á skíðum. Mér finnst gaman að æfa skauta. Mér finnst skemmtilegt að dansa. skíði skautar sundgleraugu fótbolti körfubolti handbolti

13 Mér finnst gaman að teikna.  skemmtilegt = gaman leiðinlegt = ekki gaman  Ég æfi sund. Mig langar í sund um helgina. Mér finnst gaman í sundi. Ég ég mig mér Ég æfi ballett á mánudögum og fimmtudögum. Ég spila á flautu. Ég spila á fiðlu á hverjum degi. Mér finnst gaman að spila á trompet. Mér finnst skemmtilegt að mála. flauta fiðla táskór trompet

14 Frístundir Hversu oft? Einu sinni, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum, fjórum sinnum Ég heiti Sara. Ég hef áhuga á íþróttum og æfi fótbolta. Ég fer á æfingu fjórum sinnum í viku. Liðið mitt heitir Örninn. Þegar ég spila fótbolta fer ég í takkaskó og legghlífar. Ég þarf að hlaupa mikið og sparka í boltann, stundum skora ég mark. Um helgar spila ég oft leiki og það finnst mér mjög skemmtilegt. Ég heiti Símon og ég hef áhuga á tónlist. Ég er að læra á gítar. Ég fer í tónlistarskóla tvisvar sinnum í viku á mánudögum og fimmtudögum. Gítarkennarinn minn heitir Roberto og er frá Spáni. Hann talar spænsku, ensku og íslensku. Hann er mjög góður kennari. Ég læri að spila skemmtilega tónlist og stundum spilum við saman. Ég æfi mig heima á hverjum degi í 30 til 40 mínútur. Hversu oft í viku fer Sara á æfingu? Hvað gerir Sara á fótboltaæfingum? Hvað heitir gítarkennarinn hans Símonar? Hversu lengi æfir Símon sig á gítarinn? Hvernig skó notar Sara í fótbolta? Hvaða tungumál talar Roberto? 7 8

15 Ég heiti Rósa og ég er að læra myndlist. Ég fer í myndlistarskóla einu sinni í viku, á miðvikudögum klukkan korter í fjögur. Ég læri að teikna og mála. Ég nota alls konar liti: tréliti, vatnsliti, vaxliti og olíuliti. Ég æfi mig oft að teikna heima. Ég á stóran kassa af trélitum og nýja pensla. Ég heiti Árni og ég æfi ekki neitt. Ég hef ekki áhuga á handbolta eða fótbolta. Mér finnst skemmtilegt að fara á hjólabretti og spila tölvuleiki. Ég fer stundum í félagsmiðstöðina með vinum mínum. Um helgar fer ég oft í sund og þá hjóla ég þangað. Ég syndi 500 metra og fer svo í heita pottinn. Ég hlusta mikið á tónlist og spila á spil. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru … Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Mér finnst skemmtilegt að … Hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Mér finnst leiðinlegt að … Hver er uppáhalds íþróttin þín? Uppáhalds íþróttin mín er … Hvað finnst Árna skemmtilegt að gera? Hvenær fer Rósa í myndlistarskólann? Hvað gerir Árni á laugardögum og sunnudögum? Hvernig liti notar Rósa? Hvað gerir Árni stundum? Hvað lærir hún þar? 10 9

Samantekt Fjölskyldan foreldrar: mamma, pabbi, systkini: bróðir (bræður), systir (systur), afi, amma, frændi, frænka Gæludýr hundur, köttur, gullfiskur, hamstur, páfagaukur, skott, búr að gefa, að borða, að labba, að þrífa, að þurfa lítill-lítil-lítið, stór-stór-stórt, feitur-feit-feitt, mjór-mjó-mjór, langur-löng-langt, stuttur-stutt-stutt, mikið-lítið Hvað geri ég heima? Ég borða þegar ég kem heim. Ég þarf að passa bróður minn. að passa, að hjálpa, að elda, að vaska upp, að horfa Brauð, mjólk, sjónvarp, tölvuleikur 16 Ég minn, mín, mitt mínar, mínir, mín hún, hennar hann, hans alltaf oft stundum aldrei þinn, þín, þitt þínir, þínar, þín Þú

Áhugamál Íþróttir, fótbolti, fótboltamót, handbolti, körfubolti, júdó, skíði, sund, skautar, dans, ballett, hjólabretti, tölvuleikur, tónlist, hljóðfæri, gítar, fiðla, flauta, trompet, trommur, myndlist, vatnslitir, vaxlitir, olíulitir, penslar, hljómsveit. Hversu oft æfir þú í viku? Ég fer á æfingu einu sinni, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum, fjórum sinnum í viku. Að sparka, að spila, að æfa, að hjóla, að hlaupa, að langa 17 Við segjum: Ég æfi fótbolta, handbolta, ballett, sund, júdó (allar íþróttir). Ég spila fótbolta, handbolta … (boltaíþróttir og tölvuleiki). Ég fer á æfingu ... Ég spila á/er að læra á gítar, fiðlu … (hljóðfæri). Mér finnst skemmtilegt að hlusta á tónlist, spila tölvuleiki, teikna, lesa ... Mér finnst leiðinlegt að fara í sund ... Ég er góður/góð/gott í körfubolta, dansi … Ég hef áhuga á … Áhugamálin mín eru … Mig langar í sund.

18 Nafnorð og fornöfn karlkyn (kk.) – hann kvenkyn (kvk.) – hún hvorugkyn (hk.) – það/hán eintala (et.) fleirtala (ft.) eintala (et.) fleirtala (ft.) eintala (et.) fleirtala (ft.) pabbi minn/þinn pabbar mínir/þínir mamma mín/þín mömmur mínar/ þínar barnið mitt/ þitt börnin mín/ þín bróðir minn/þinn bræður mínir/þínir systir mín/ þín systur mínar/ þínar systkini mitt/ þitt systkini mín/ þín frændi minn/þinn frændur mínir/þínir frænka mín/þín frænkur mínar/ þínar Persónufornöfn í eignarfalli (ef.) karlkyn – hans kvenkyn – hennar hvorugkyn – háns systir hans mamma hennar frænka háns bróðir hans pabbi hennar frændi háns systkini hans systkini hennar systkini háns Málfræði 1 Dæmi: Ég á systur. Systir mín heitir Jóhanna. Þú átt bræður. Bræður þínir eru sex ára. Hann á systur. Systir hans heitir Sigrún. Hún á frænku. Frænka hennar á afmæli í dag. Hán á systkini. Systkini háns búa í Danmörku.

19 Nafnorð – föll karlkyn (kk.) kvenkyn (kvk.) hvorugkyn (hk.) nefnifall þetta er … þolfall ég á … nefnifall þetta er … þolfall ég á … nefnifall þetta er … þolfall ég á … pabbi pabba mamma kisa mömmu kisu barn barn bróðir bróður systir systur systkini systkini köttur hundur gullfiskur kött hund gullfisk hamstur hamstur Lýsingarorð – andheiti kk. – kvk. – hk. kk. – kvk. – hk. lítill – lítil – lítið stór – stór – stórt feitur – feit – feitt mjór – mjó – mjótt langur – löng – langt stuttur – stutt – stutt fallegur – falleg – fallegt ljótur – ljót – ljótt Stór hundur Lítill hundur

20 Sagnorð -a sagnorð að borða að vaska upp að passa að hjálpa að spila ég borða vaska upp passa hjálpa spila þú borðar vaskar upp passar hjálpar spilar hann/hún/hán/það borðar vaskar upp passar hjálpar spilar við borðum vöskum upp pössum hjálpum spilum þið borðið vaskið upp passið hjálpið spilið þeir/þær/þau borða vaska upp passa hjálpa spila -i sagnorð að horfa að gera að heita að æfa að segja ég horfi geri heiti æfi segi þú horfir gerir heitir æfir segir hann/hún/hán/það horfir gerir heitir æfir segir við horfum gerum heitum æfum segjum þið horfið gerið heitið æfið segið þeir/þær/þau horfa gera heita æfa segja Önnur sagnorð að koma Ég kem heim kl. 14. Þú/hún kemur heim kl. 14. að fara Ég fer að sofa. Þú ferð að sofa/hún fer að sofa. að eiga Ég á hund. Þú átt hund/hún á hund. að þurfa Ég þarf að læra heima. Þú þarft að læra heima/hán þarf ...

21 Persónufornöfn nefnifall ég þú þolfall mig þig þágufall mér þér eignarfall mín þín Ópersónuleg sagnorð Að finnast Mér/þér finnst gaman í sundi. Að langa Mig/þig langar í kött. Atviksorð Stundum, oft, aldrei, alltaf, tvisvar, þrisvar Dæmi: Ég fer alltaf í sund á föstudögum. Ég borða oft fisk á mánudögum. Ég þarf stundum að læra heima. Ég vaska upp tvisvar í viku. Ég spila körfubolta þrisvar í viku. Ég mig mér mín Þú þig þér þín

Árstíðir og afmæli 2 vetur vor haust vetrarfrí að kaupa að slappa af að skína að ætla að gefa að grilla að vinna sumar rok dimmt rigning hlýtt jólafrí páskafrí að bjóða janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember sumarfrí logn snjór skýjað 22 heitt sól kalt bjart

Hvað finnst þér skemmtilegasta fríið? Hvað ætlar þú að gera í sumar? Hvert ætlar þú að fara? Hvenær átt þú afmæli? Til hamingju með afmælið! Hvað viltu fá í afmælisgjöf? Takk, viltu koma í afmælið mitt? Ég ætla að vinna og fara í ferðalag. Ég ætla í útilegu á Þingvöllum! Ég á afmæli tólfta apríl (12. apríl). Mér finnst jólafríið skemmtilegt en sumarfríið er skemmtilegast. 23

24 haust september, október vetur nóvember, desember, janúar, febrúar, mars vor apríl og maí sumar júní, júlí, ágúst Árstíðir snjór sól rigning gras snjókarl laufblað tré fugl

25 Vetur Vor Það er vetur og það er mikill snjór úti. Mér finnst erfitt að labba í skólann þegar það er mikill snjór. En það er líka gaman. Þá er hægt að búa til snjóhús og snjókarl og fara í snjókast. Á veturna er oft dimmt og kalt. Sólin skín bara í nokkra klukkutíma á dag. Þegar veturinn er búinn kemur vor. Snjórinn er bráðnaður og sólin skín lengur á daginn. Nú er hægt að hjóla í skólann. Grasið verður grænt og það koma laufblöð á trén. Vissir þú? Það er sumar í Ástralíu þegar það er vetur á Íslandi. dimmt bjart 11 12

26 Sumar Haust Núna er sumar og þá er bjart allan daginn, líka á kvöldin og nóttunni. Í dag er sól og gott veður en á morgun verður rigning. Ég fæ sumarfrí í margar vikur og þá er ekki skóli. Ég og vinir mínir erum að vinna í unglingavinnunni í sumar. Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég fæ laun og ætla að kaupa mér nýtt hjól. Það er komið haust. Í dag er rigning og rok. Sumarfríið er búið og skólinn er byrjaður. Mér finnst gaman að hitta alla vinina aftur. Laufblöðin eru gul, rauð, appelsínugul og brún. Það er aftur dimmt á kvöldin. Vissir þú? Á Íslandi vinna unglingar oft á sumrin. Mörg fara í vinnuskóla sem er líka kallaður unglingavinnan. Þar læra þau ýmis störf t.d. að reyta arfa, hreinsa beð, sópa gangstéttir, slá gras og fleira. laufblað 13 14

27 Frídagar Bin: Hvenær er jólafrí? Sigrún: Jólafríið byrjar tuttugasta desember og við mætum aftur í skólann þriðja janúar. Bin: En hvenær er páskafrí? Sigrún: Páskafríið er núna frá þriðja til fimmtánda apríl. Bin: Eru fleiri frí? Sigrún: Já við fáum líka stutt vetrarfrí og langt sumarfrí. Bin: En hvaða frí finnst þér skemmtilegast? Sigrún: Vetrarfríið, þá fer ég á skíði! Hvenær er páskafrí hjá Sigrúnu og Bin? Hvenær er jólafríið búið hjá Sigrúnu og Bin? Hvaða frí finnst Sigrúnu skemmtilegast? Sumarfríið er skemmtilegra! Jólafríið er skemmtilegt! Vetrarfríið er skemmtilegast! Fyrsti skóladagur: 22. ágúst Skipulagsdagur: 29. september Haustfrí : 21.–23. október Jólafrí: 20. desember–2. janúar Vetrarfrí: 15.–17. febrúar Páskafrí: 3.–15. apríl Sumarfrí 8. júní–21. ágúst 15

28 Artem: Hvaða mánaðardagur er í dag? John: Í dag er sjöundi apríl og í gær var sjötti apríl. Artem: Þá er áttundi apríl á morgun. John: En hvenær átt þú afmæli? Artem: Ég á afmæli fimmtánda janúar, en þú? John: Ég á afmæli tuttugasta og fyrsta maí. Artem: Það er vetur þegar ég á afmæli. John: En það er vor þegar ég á afmæli. Í dag er sjötti september. Ég á afmæli sjötta september. Hvaða mánaðardagur er í dag? Í dag er … Hvaða mánaðardagur var í gær? Í gær var … Hvaða mánaðardagur er á morgun? Á morgun … Í hvaða bekk ert þú? Hvenær átt þú afmæli? Hvað ert þú gamall/gömul/gamalt? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? 16

29 eitt fjall, mörg fjöll Frí Haustfrí kakó samloka fjall jólatré jólasveinn smákökur jólagjöf Elsku amma Núna er haustfrí og í dag fórum við í fjallgöngu. Sem betur fer var gott veður. Það er ekki alltaf svona hlýtt á þessum árstíma. Í dag var logn en svolítið skýjað. Við vorum með heitt kakó og samlokur í nesti. Það var fallegt útsýni. Á morgun ætla ég að slappa af og vera heima. Þín Lísa Jólafrí Það eru að koma jól. Ég er kominn í jólafrí. Ég er að baka margar smákökur með mömmu. Við hlustum á jólalög. Svo ætla ég að kaupa jólagjafir handa vinum mínum. 17

30 Vetrarfrí Páskafrí Það er vetrarfrí. Þá fáum við frí í þrjá daga frá skólanum. Það er kalt úti og snjór. Í gær vorum ég og vinur minn að búa til snjókarl. Margir krakkar voru úti. Það var skemmtilegt. Við fórum líka í snjókast. Í dag var svo vont veður að það var ekki hægt að vera úti. En á morgun ætlum við að gera snjóhús. Það er páskafrí. Við systkinin erum að spila og borða páskaegg. snjókarl páskaliljur páskaungar borðspil snjóhús snjór Vissir þú? Í íslenskum páskaeggjum eru alltaf málshættir. Dæmi um íslenskan málshátt: „Margur verður af aurum api.“ Ég fékk málsháttinn: „Dagur kemur eftir þennan dag.“ Hvaða málshátt fékkst þú? „Margur verður af aurum api.“ páskaegg 18 19 20

31 Sumarfrí tjald grill foss hjólastóll pylsur Kæri afi Það er komið sumarfrí! Við fjölskyldan erum í útilegu á Þingvöllum. Það er ótrúlega gott veður. Sól og blár himinn og heitt úti. Ég er í stuttbuxum! Við erum búin að tjalda og mamma ætlar að grilla pylsur í kvöld. Við ætlum í sund á morgun. Í næstu viku ætla ég að koma í heimsókn til þín! Þín Kristín ert þú = ertu Hvað ert þú að gera núna/í dag? Ég er að borða. Hvað varst þú að gera áðan/í gær/ á mánudaginn? Ég var að læra. Hvert fórst þú í sumarfríinu? Ég fór í útilegu. Hvað ætlar þú að gera á eftir/í kvöld/á morgun/? Ég ætla að slappa af. Hvað ertu að gera núna? Hvað varst þú að gera í gær? Hvað ætlar þú að gera í kvöld? Hvað langar þig að gera í sumar? 21

32 Afmæli Þér er boðið í afmælið mitt föstudaginn 23. apríl klukkan hálf átta. Ég á heima á Mánagötu 4. Í boði verður pítsa og kaka og við ætlum að horfa á bíómynd. Ég hlakka til að sjá þig. Kveðja, Eva segir þú = segirðu vilt þú = viltu átt þú = áttu Eva: Halló Jan, hvað segirðu gott? Jan: Ég segi allt fínt. Eva: Ég á afmæli á morgun. Viltu koma í afmælið mitt? Jan: Já, auðvitað. Klukkan hvað? Eva: Klukkan hálf átta. Jan: Sjö þrjátíu, erum við ekki í skólanum þá? Eva: Nei, um kvöldið, nítján þrjátíu. Jan: Já auðvitað. Takk fyrir boðið. En hvar áttu heima? Eva: Ég á heima á Mánagötu 4. Jan: Hvað langar þig í afmælisgjöf? Eva: Mig langar í spil eða peninga. Jan: Sjáumst þá á morgun. Eva: Já, bless, bless. Eva ætlar að bjóða 10 krökkum í afmælið sitt. Jan ætlar að gefa Evu pening í afmælisgjöf. afmælisgjöf blaðra 22 kerti

33 Til hamingju með afmælið! Til hamingju með afmælið! Nú máttu blása á kertin. Gjörið svo vel! Takk fyrir mig! Takk fyrir komuna! Má ég fá meiri pítsu? Má ég fá gos? Hver vill köku? Takk fyrir, flott stytta! Nú skulum við syngja afmælissönginn. 23

34 afmæliskort Afmælissöngurinn Hún á afmæli í dag Hún á afmæli í dag Hún á afmæli hún Eva Hún á afmæli í dag Hún er tólf ára í dag Hún er tólf ára í dag Hún er tólf ára hún Eva Hún er tólf ára í dag Hvenær átt þú afmæli? Ég á afmæli … Hvað langar þig í afmælisgjöf? Mig langar í … Kannt þú afmælissöng á fleiri tungumálum? Kæra Eva! Til hamingju með 12 ára afmælið. Þú ert góð vinkona. Kveðja, Rósa 24 afmæliskaka pítsa glas diskur

Samantekt Mánuðir og árstíðir Janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember Vetur, vor, sumar, haust Unglingavinna, peningar, tré, laufblað Vera: ég var… við vorum (í gær, áðan, á mánudaginn) Fara: ég fór … við fórum (í gær, áðan, í sumarfríinu) Ætla: ég ætla …. við ætlum… (á eftir, á morgun, í næstu viku) dimmt, bjart, kalt, heitt, hlýtt, snjór, sól, rigning, rok, logn, skýjað Frídagar Haustfrí, vetrarfrí, jólafrí, páskafrí, sumarfrí Mánaðardagur Í dag er tuttugasti og fyrsti nóvember, það er frí tuttugasta og fyrsta desember. Frí Fjallganga, fjall, nesti, kakó, brauð, útsýni, jól, smákökur, jólalög, jólagjafir, borðspil, páskaegg, málsháttur Að ganga, að kaupa Skemmtilegt, skemmtilegra, skemmtilegast Hvaða frí er skemmtilegast? að slappa af, að vinna, að grilla, að skína Afmæli Afmæli, boðskort, pítsa, afmæliskaka, bíómynd, peningar, afmælisgjöf, afmælissöngur, afmæliskort, glas, diskur, blaðra, kerti Ég á afmæli tuttugasta og fimmta ágúst. Til hamingju með afmælið! að bjóða, að gefa 35

Föt 3 trefill sokkar skór náttföt stígvél pils skyrta að máta að velja frá úr að aðstoða undir að vera í … að fara í … að fara úr … Vertu í jakka! Farðu í úlpu! að vera með … að kaupa að dansa að borga að selja að skemmta sér að fá yfir í með 36 peysa húfa bolur kjóll stuttbuxur vettlingar buxur slæða

37 Hann kostar fimm þúsund og þrjú hundruð krónur. Mér er svo heitt! Ég ætla úr úlpunni. Mér er svo kalt, ég ætla í peysu! Hvað kostar þessi kjóll? Er hann dýr? Hann er ódýr! Ég ætla að fá hann og borga með korti. Má ég máta þessa peysu? Hún er flott! Get ég aðstoðað?

38 Fataskápurinn peysa buxur bolur nærbuxur brjóstahaldari kjóll pils stuttbuxur vettlingur hilla skápur Þetta er fataskápurinn minn. Ég ætla að selja föt á fatamarkaði á morgun. Ég kaupi oft notuð föt. Hér eru margar buxur, peysur, kjólar, pils og skyrtur. Sokkar, nærföt og náttföt eru í skúffunum. Uppáhalds peysan mín er græn, uppáhalds bolurinn minn er rauður og uppáhalds pilsið mitt er gult. Sum föt nota ég aldrei. Ég fékk bleikt pils frá Stínu frænku í afmælisgjöf. Mér finnst það ljótt og ég nota það aldrei. Ég ætla að selja það. Í dag er ég í þægilegum fötum. Ég er í stuttbuxum og bol. Hvaða föt eru uppáhalds fötin þín? Hvernig eru uppáhalds fötin þín á litinn? Uppáhalds … Í hvernig fötum ert þú í dag? Ég er í … Ég fer í … þegar ég vakna. En þú? Ég fer í ... Ég fer úr … þegar ég kem inn. En þú? Ég fer úr ... skúffa herðatré 25

39 að fara í föt – hún fer í … að vera í fötum – hún er í … að fara úr fötum – hún fer úr … húfa trefill sokkar náttföt sundbolur skyrta slæða toppur joggingbuxur Sara sefur í náttfötum. Hún fer úr náttfötum þegar hún vaknar. Sara setur fötin sem hún ætlar að selja í stóran poka. Í pokanum eru tveir kjólar, þrjú pils, fjórir bolir og einn jakki. Klukkan er tíu mínútur yfir átta og Sara fer í föt. Það er heitt á markaðnum. Sara fer úr úlpunni þegar hún kemur inn. Sara hengir fötin á herðatré og skrifar á miða hvað fötin kosta. Jakkinn kostar fimm þúsund krónur. 26

40 Föt og veður Haust Mamma: Farðu í stígvél elskan mín, það er rigning! Blær: Æ, mamma, mig langar það ekki. Ég fer bara í strigaskó. Þeir eru þægilegri. Mamma: En þeir verða svo blautir. Vertu allavega í regnjakka. Blær: Æ, það er svo óþægilegt að vera í regnjakka yfir hettupeysu. Ég er með regnhlíf. Í hvernig fötum er Blær? Hvað er hán með? Hvernig er veðrið? Hvaða árstíð er? með regnhlíf regnjakki hettupeysa stígvél strigaskór regnhlíf 27

41 Mér er heitt Mér er kalt gott – betra – best Vetur Eva: Flott úlpa! Rósa: Takk, ég fékk hana í afmælisgjöf frá ömmu. Eva: En er þér ekki heitt? Rósa: Jú, mér var svo kalt þegar ég fór út í morgun. Það var snjókoma. Nú er betra veður! Eva: Ertu líka í lopapeysu undir? Rósa: Já! Ég er að kafna. Í hvernig fötum er Rósa? Í hvernig fötum er Eva? Hvernig er veðrið? Hvaða árstíð er? með húfu í kuldaskóm með trefil í peysu með vettlinga í úlpu Eva Rósa 28

42 Vor Bin: Er þér ekki kalt? Sigrún: Nei, það er sumardagurinn fyrsti í dag! Bin: Já en það eru bara 5 gráður úti. Engin sól, bara ský. Það er ekki veður fyrir stuttbuxur og sólgleraugu! Sigrún: Jú, jú. Ég er í sokkabuxum undir og fer í jakka yfir bolinn. Í hvernig fötum er Sigrún? Í hvernig fötum er Bin? Hvernig er veðrið? Hvaða árstíð er? með sólgleraugu í sokkabuxum með derhúfu Vissir þú? Sumardagurinn fyrsti er alltaf á fimmtudegi í apríl og þá er frí í skólanum. 29

43 Sumar undir – yfir Ég er í ... hún/hann/hán er í ... buxum, sokkum, vettlingum, skóm, fötum, stígvélum Í hvernig fötum er Alexander? Í hvernig fötum er Erla? Hvernig er veðrið? Hvaða árstíð er? Farðu úr peysunni. Ertu ekki í stuttermabol undir? Hvernig er veðrið í dag? Í dag er … Hvaða árstíð er núna? Núna er … Hvernig skó átt þú? Ég á … Það er of heitt til að vinna! 30

44 Afgreiðslumaður: Get ég aðstoðað? Jóhann: Já, mig langar í peysu. Afgreiðslumaður: Hvaða stærð notar þú? Jóhann: Ég nota 38. Afgreiðslumaður: Hvaða lit vilt þú? Jóhann: Uppáhalds liturinn minn er gulur. Afgreiðslumaður: Já, hér er falleg gul peysa í stærð 38. Jóhann: Þessi er flott, hvað kostar hún? Afgreiðslumaður: Hún kostar sjö þúsund og fjögur hundruð (7.400) krónur. Jóhann: Má ég máta? Afgreiðslumaður: Já auðvitað, mátunarklefinn er þarna. Í fatabúð Hvað ætlar Jóhann að kaupa? Hvaða stærð notar hann? Hver er uppáhalds liturinn hans? Hvað kostar peysan? Háar tölur 100= eitt hundrað 1000= eitt þúsund 200= tvö hundruð 2000= tvö þúsund 300= þrjú hundruð 3000= þrjú þúsund 400= fjögur hundruð 4000= fjögur þúsund 1200= eitt þúsund og tvö hundruð 3500= þrjú þúsund og fimm hundruð 31

45 Shams: Ég ætla að máta þennan kjól. Hann er æðislegur! María: Hvernig passar kjóllinn? Shams: Hann er of stór. María: Já, hann er allt of stór. En þessi, er hann mátulegur? Shams: Nei, hann er of lítill. María: Þá finnum við annan kjól. Shams: Já, gerum það. Hvernig passar kjóllinn sem Shams er að máta? Hvernig er kjóllinn á litinn? of lítil peysa mátuleg peysa of stór peysa of lítilll bolur mátulegur bolur of stór bolur Hvernig passa fötin? 32

46 Afgreiðslukona: Góðan daginn! Fatima: Góðan dag. Afgreiðslukona: Get ég aðstoðað? Fatima: Hvað kostar þessi bolur? Afgreiðslukona: Hann kostar 4.500 krónur. Fatima: Ég ætla að fá hann. Afgreiðslukona: Eitthvað fleira fyrir þig? Fatima: Já, ég ætla líka að fá þessi sólgleraugu og derhúfu. Afgreiðslukona: Það eru 7.500 krónur. Fatima: Ég borga með korti. Afgreiðslukona: Viltu poka? Fatima: Já, takk. sólgleraugu derhúfa bolur Hvað kaupir Fatima? Hvernig er bolurinn á litinn? Hvernig borgar Fatima? 7.900 kr. 12.300 kr. 2.500 kr. 4.100 kr. 8.400 kr. 11.550 kr. 35.900 kr. 48.000 kr. ÚTSALA Hvað kosta þessi föt á útsölunni? 33

47 Felipe: Mig langar svo í nýja peysu. Guðrún: Mig langar í nýjan kjól. Hann má ekki vera dýr. Ég á ekki mikla peninga. Felipe: Ég fékk peninga í afmælisgjöf frá ömmu og afa. Ég ætla að kaupa peysu. Mig langar í þessa. Guðrún: Áttu ekki svona peysu? Felipe: Jú, en hún er mjög gömul og ljót. Mig langar í nýja peysu. Guðrún: Hvað kostar hún? Felipe: Hún kostar 15.000 krónur. Guðrún: Vá, hún er dýr! Felipe: Já, það er rétt hjá þér. Ég á bara 10.000 krónur svo ég ætla ekki að kaupa hana. Guðrún: Hér er geggjaður kjóll sem mig langar í! Hann er líka ódýr. Felipe: Hvað kostar hann? Guðrún: Hann kostar 2.500 krónur. Felipe: Það er ódýrt! Ætlarðu að kaupa hann? Guðrún: Já, ég ætla að kaupa þennan kjól. Netverslun Skoðar þú stundum föt á netinu? Hvernig föt? Kaupir þú föt á netinu? átt þú ...? = áttu ...? ætlar þú ...? = ætlarðu ...? Andheiti gamall/gömul/gamalt nýr/ný/nýtt ljótur/ljót/ljótt fallegur/falleg/fallegt dýr/dýr/dýrt ódýr/ódýr/ódýrt stór/stór/stórt lítill/lítil/lítið 34

48 Allt í drasli Þetta er herbergið mitt. Ég á mjög mikið af fötum. Ég er að fara á skólaball í kvöld og mig langar að vera í flottum fötum. Ég er búinn að máta fimm skyrtur og fjórar buxur. Ég er líka búinn að máta boli og peysur en mér finnst ekkert nógu flott. Sum fötin mín eru orðin of lítil á mig og önnur eru of stór. Hvað á ég að velja? Hvað eru margir sokkar í herberginu? Hvað eru margar grænar peysur í herberginu? Hvað eru mörg bindi í herberginu? Hvað eru margir bolir í herberginu? sæng koddi lampi mynd bindi rúm skrifborð gluggi stóll spegill náttborð 35

49 Skólaball Í dag er fimmtudagur og það er kvöld. Klukkan er korter yfir átta. Það er skólaball í skólanum. Þá koma krakkarnir í skólann, hlusta á tónlist, dansa og skemmta sér. Bin og Sara eru að dansa. Alexander er plötusnúður og spilar frábæra tónlist. Erla, Kristín og Pétur eru að tala saman, þau nenna ekki að dansa. Shams er að vinna í sjoppunni og margir krakkar kaupa nammi og gos. Í hvernig fötum eru Bin og Sara? Hvað eru Erla, Kristín og Pétur að gera? Hvað er Alexander að gera? Í hvernig fötum er Pétur? Viltu dansa? 36 Pétur Bin Kristín Sara Erla Alexander Shams Blær

Samantekt Föt peysa, buxur, bolur, nærbuxur, brjóstahaldari, kjóll, pils, stuttbuxur, úlpa, jakki, sokkabuxur, vettlingar, húfa, trefill, sokkar, náttföt, skyrta, stuttermabolur, bindi, regnjakki, hettupeysa, inniskór, strigaskór, stígvél, derhúfa Fleiri orð hilla, skúffur, fataskápur, sólgleraugu, regnhlíf, kort, peningar, poki, mátunarklefi, herbergi, rúm, sæng, koddi, stóll, skrifborð, lampi, gluggi, mynd Að vera í, að fara í, að fara úr að vera í … Ég er í buxum. að fara í … Ég fer í peysu. að fara úr … Ég fer úr skónum. Ég er í … Þetta er jakki. Ég er í jakka. Þetta er peysa. Ég er í peysu. Þetta er pils. Ég er í pilsi. Fleirtöluorð: Ég er í buxum, sokkum, fötum. yfir og undir Ég er í úlpu yfir peysu. Ég er í bol undir peysu. Ég er með … Þetta er húfa. Ég er með húfu. Þetta er trefill. Ég er með trefil. Þetta er regnhlíf. Ég er með regnhlíf. Heitt og kalt Mér er heitt. Mér er kalt. peysa slæða buxur 50

Í fatabúð að aðstoða, að skoða, að kaupa, að selja, að kosta, að máta, að passa, að finna, að fá, að borga, að vinna Get ég aðstoðað? Mig langar í … Mér finnst … Hvað kostar…? Má ég máta? Hvernig passar þetta? Ég ætla að kaupa þetta. Ég ætla að fá þetta. Of lítill – mátulegur – of stór, Of lítil – mátuleg – of stór Of lítið – mátulegt – of stórt Háar tölur Eitt hundrað, tvö hundruð, þrjú hundruð, fjögur hundruð, fimm hundruð … Eitt þúsund, tvö þúsund, þrjú þúsund, fjögur þúsund, fimm þúsund ... 51 Mér finnst þetta flott. Finnst þér þetta fallegt? Mér finnst þetta æðislegt! skólaball, tónlist, sjoppa, gos, nammi, plötusnúður, netið, að skemmta sér nýr gamall ljótur flottur dýr ódýr stór lítill

52 Raðtölur Raðtala: Dæmi: 11. ellefti Ég á afmæli ellefta janúar. 12. tólfti Ég á afmæli tólfta febrúar. 13. þrettándi Ég á afmæli þrettánda mars. 14. fjórtándi Ég á afmæli fjórtánda apríl. 15. fimmtándi Ég á afmæli fimmtánda maí. 16. sextándi Ég á afmæli sextánda júní. 17. sautjándi Ég á afmæli sautjánda júlí. 18. átjándi Ég á afmæli átjánda ágúst. 19. nítjándi Ég á afmæli nítjánda september. 20. tuttugasti Ég á afmæli tuttugasta október. 21. tuttugasti og fyrsti Ég á afmæli tuttugasta og fyrsta nóvember. 22. tuttugasti og annar Ég á afmæli tuttugasta og annan desember. 30. þrítugasti Ég á afmæli þrítugasta janúar. Sagnorð – þátíð að vera ég var við vorum þú varst þið voruð hann/hún/hán/það var þeir/þær/þau voru að fara ég fór við fórum þú fórst þið fóruð hann/hún/hán/það fór þeir/þær/þau fóru Málfræði 2 Dæmi: Við vorum að baka í gær. Ég var í skólanum áðan. Dæmi: Ég fór á skíði í vetrarfríinu. Við fórum í útilegu í sumarfríinu.

53 Sagnorð – boðháttur að vera – vertu að fara – farðu Lýsingarorð kyn Karlkyn (kk.) Kvenkyn (kvk.) Hvorugkyn (hk.) dýr dýr dýrt flottur flott flott mátulegur mátuleg mátulegt Andheiti kk. – kvk. – hk. kk. – kvk. – hk. góður – góð – gott vondur – vond – vont stuttur – stutt – stutt langur – löng – langt dimmur – dimm – dimmt bjartur – björt – bjart kaldur – köld – kalt heitur – heit – heitt flottur – flott – flott ljótur – ljót – ljótt þægilegur – þægileg – þægilegt óþægilegt – óþægileg – óþægilegt dýr – dýr – dýrt ódýr – ódýr – ódýrt Dæmi: Vertu í regnjakka! Farðu í stígvél! Dæmi: Veturinn er langur en sumarið er stutt. Peysan er flott en húfan er ljót. Mér er kalt en þér er heitt. Jakkinn er þægilegur en úlpan er óþægileg. Kjóllinn er of dýr en pilsið er ódýrt.

54 Stigbreyting frumstig miðstig efstastig kk. skemmtilegur skemmtilegri skemmtilegastur kvk. skemmtileg skemmtilegri skemmtilegust hk. skemmtilegt skemmtilegra skemmtilegast kk. góður betri bestur kvk. góð betri best hk. gott betra best Spurnarorð Hvert ætlar þú um helgina? fórst þú í haustfríinu? Önnur spurnarorð: Dæmi: Vetrarfríið er skemmtilegt en sumarfríið er skemmtilegra. Mér finnst skemmtilegast að fara í sund. Það er gott veður í dag en það var betra í gær. Það var samt best um helgina! Hvar Hvenær Hvernig Hvaða Hvar

55 Töluorð Háar tölur – 100 og 1000, hvorugkyn 100 eitt hundrað 1000 eitt þúsund 200 tvö hundruð 2000 tvö þúsund 300 þrjú hundruð 3000 þrjú þúsund 400 fjögur hundruð 4000 fjögur þúsund Dæmi: Bókin kostar 1.200 kr. (eitt þúsund og tvö hundruð krónur). Sjónvarpið kostar 351.000 kr. (þrjú hundruð fimmtíu og eitt þúsund krónur).

Einmitt! Lærum íslensku 1b – Lesbók ISBN 978-9979-0-2956-4 © Heiðrún Ólöf Jónsdóttir © myndhöfundur: Böðvar Leós Ritstjórar: Elín Lilja Jónasdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Aðstoð við ritstjórn: Alda Áskelsdóttir og Aron Ingi Guðmundsson Ráðgefandi sérfræðingur: Þorbjörg Halldórsdóttir Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir Letur meginmáls: Avenir Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Prentvinnsla: ??

7085 Einmitt! Lærum íslensku 1b er seinni bók af tveimur fyrir fyrsta hæfnistig í íslensku sem öðru tungumáli. Miðað er við að bókin sé kennd á unglingastigi en hún getur einnig nýst á miðstigi. Námsefnið er grunnefni í ÍSAT og unnið er eftir hæfniviðmiðum úr aðalnámskrá grunnskóla. Með námsefninu er hægt að þjálfa öll hæfnisvið tungumálanáms: hlustun, tal, ritun og lestur. Námsefnið skiptist í lesbók, verkefnabók og hlustunarefni auk hljóðbókar og kennsluleiðbeininga á vef. Höfundur er Heiðrún Ólöf Jónsdóttir. Myndhöfundur er Böðvar Leós. Einmitt! Lærum íslensku 1b

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=