Einmitt! Lærum íslensku 1a – lesbók

50 Í hvaða bekk ert þú? Stefán: Halló, ert þú ný í skólanum? Elena: Hæ, já ég er ný. Stefán: Hvað heitir þú? Elena: Ég heiti Elena, en þú? Stefán: Ég heiti Stefán. Hvað ert þú gömul? Elena: Ég er 14 ára. Stefán: Ég er 15 ára. Elena: Í hvaða bekk ert þú? Stefán: Ég er í tíunda bekk. En þú? Elena: Ég er í níunda bekk. Stefán: Hvað heitir kennarinn þinn? Elena: Hún heitir Nína. En þinn? Stefán: Hann heitir Jens. Elena: Sjáumst! Stefán: Ókei, bæ! Hvað er Stefán gamall? Í hvaða bekk er hann? Hvað er Elena gömul? Í hvaða bekk er hún? Ég er í 1. … fyrsta bekk. 2. … öðrum bekk. 3. … þriðja bekk. 4. … fjórða bekk. 5. … fimmta bekk. 6. … sjötta bekk. 7. … sjöunda bekk. 8. … áttunda bekk. 9. … níunda bekk. 10. … tíunda bekk. 29

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=