2885_einmitt1a_klb 1

8 Hvað er þetta? Kveikja • Verið með hlutina á myndinni til staðar svo að nemendur geti komið við hlutina og skoðað þá (blýant, strokleður, pennaveski, penna, skólatösku, skæri, liti, bók, blað). Einnig gott að hafa samloku, gulrót, epli og vínber og jafnvel leyfa nemendum að borða matinn. Spyrjið: „Hvað er þetta?“ og svarið sjálf eða fáið þá til að svara: „Þetta er …“ Lesbók bls. 8 • Skoðið myndina með nemendum, nefnið orðin og nemendur endurtaka. • Vinnið vel með orðaforðann sem unnið var með á bls. 6-7 og bætið við orðunum á bls. 8. Notið til þess spil og leiki þar sem nemendur þurfa að segja orðin upphátt. • Biðjið nemendur um að skiptast á að benda á hluti og spyrja: „Hvað er þetta?“ og svara: „Þetta er …“ • Hlustun 3. Nemendur hlusta á samtalið og lesa það síðan upphátt. • Nemendur æfa sig að spyrja: „Hvað ert þú með í nesti?“ og svara: „Ég er með …“ ; „Hvernig komst þú í skólann?“ og svara „Ég kom …“ Verkefnabók bls. 6–8 • Nemendur æfa sig að skrifa skólaorð við hverja mynd. • Tengiverkefni. Nemendur tengja saman málsgrein og mynd og svara svo spurningunum neðst á síðunni. • Hvað eru þau með í nesti? Nemendur skrifa í talblöðrur. Í tengslum við þetta verkefni mætti athuga hvað nemendur eru með í nesti og bæta við orðum á glósulistann í bókinni. • Glósur. Nemendur glósa orð á sínu tungumáli. Hugmyndir • Kims-leikur. Setjið nokkra hluti á bakka og breiðið klút yfir. Sýnið nemendum hlutina í hálfa mínútu. Nemendur eiga að leggja hlutina á minnið. Klúturinn er settur aftur yfir hlutina. Nemendur skrifa niður eða eiga að segja þá hluti sem þeir muna. Klúturinn er tekinn af bakkanum og nemendur segja orðin. Einnig má útfæra leikinn þannig að einn hlutur er tekinn í burtu og nemendur eiga að finna út hvað það er sem vantar. Gott að byrja með fáa hluti en fjölga þeim svo eftir því sem nemendur verða færari í orðaforðanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=