7 Lesbók bls. 6–7 • Skoðið vel myndina af skólastofunni með nemendum og farið yfir orðaforða. • Hlustun 2. Nemendur hlusta og æfa síðan svipuð samtöl og eru á opnunni. • Rifjið upp frá síðustu síðu og biðjið nemendur að æfa sig hvert á öðru með því að spyrja og svara. Notið „Tölum saman“ verkefnið bls. 7 (sem er merkt með tveimur talblöðrum). Nemendur æfa sig í pörum. • Nemendur þjálfa orðaforðann á blaðsíðunni. Segið orðin upphátt og látið nemendur endurtaka þau. Mikilvægt er að vinna með orðin á fjölbreyttan hátt, sjá hugmyndir fyrir neðan. Verkefnabók bls. 5 • Samtöl. Nemendur skrifa inn í talblöðrur. • Tengiverkefni. Nemendur tengja málsgreinar við broskarla. • Spurningar. Nemendur svara spurningum með málsgreinum. Hvetjið nemendur til að svara alltaf með heilum málsgreinum, ekki bara einu orði. Hugmyndir • Prentið út orð og myndir úr kaflanum, plastið og búið til samstæðuspil, t.d. er hægt að nota þau í minnisspil og veiðimann. • Notið Bitsboard-forritið og Quizlet til að æfa orðin (hægt er að nota Quizlet-live til að gera þetta enn skemmtilegra). • Farið í Kahoot úr orðunum. www.kahoot.it • Nemendur finna einhvern fullorðinn í skólanum eða annan nemanda og spyrja: „Hvað heitir þú?“ og „Hvað segir þú gott?“ Mikilvægt er að undirbúa þetta vel áður þannig að fólk sé tilbúið að taka á móti þeim. Hægt er að vinna í pörum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=