6 Verkefnabók bls. 2–4 • Eftir spjall og munnlega æfingu í að kynna sig og spyrja hvað aðrir heita, æfa nemendur sig að skrifa og vinna blaðsíður í verkefnabókinni. • Nemendur geta notað þýðingarforrit til að þýða fyrirmælin á sitt tungumál ásamt nýjum orðum og málsgreinum ef þess þarf. • Samtal bls. 2. Um er að ræða samtal í talblöðrum og nemendur geta haft fyrstu blaðsíður lesbókar til hliðsjónar við verkefnið. • Samtal bls. 3. Nemendur skrifa samtal og nýta hjálparorð og málsgreinar sem finna má í ramma í kringum æfinguna. Nemendur geta svo skrifað málsgreinar á sínu tungumáli við rammana. • Hlustunaræfing 1 er á blaðsíðu 4, þar sem nemendur merkja við rétt svar. • Í kaflanum eru glósur sem nemendur geta þýtt yfir á sitt tungumál og bætt við fleiri orðum. Hugmyndir • Glósur. Nemendur gætu búið sér til aðgang að Quizlet og gert sínar eigin glósur úr kaflanum þar. Mikilvægt er að vinna markvisst með orðin munnlega og í verkefnum þar sem orðin eru sett í samhengi. Einnig er æskilegt að nemendur glósi þau orð sem þeim finnst mikilvæg í eigin glósubók. • Leikur. Nemendur standa í hring og kynna sig. Fyrsti nemandinn segir: „Ég heiti …“ og gerir einhverja hreyfingu (t.d. vinka, hoppa, klappa, dansa). Þá segja allir saman: „Þú heitir …“ (og gera sömu hreyfinguna). Næsti nemandi endurtekur leikinn með nýrri hreyfingu og þannig gengur þetta koll af kolli. Einnig er hægt að láta nemendur reyna að muna öll nöfnin og allar hreyfingarnar. • Mikilvægt er að kennari læri nöfn nemenda, viti hvað þeir vilji láta kalla sig og beri nöfnin rétt fram. • Tilvalið er að hlaða niður síðum 3 og 4 í lesbók, prenta þær út og nýta sem veggspjald í stofunni. Hvað segir þú gott? Kveikja Varpið upp mynd af broskörlum: Hvað segir þú gott? Látið nemendur æfa sig að segja: „Ég segi ... allt gott, allt ágætt, allt sæmilegt eða ekkert sérstakt“. Áður en byrjað er á kaflanum er skemmtilegt að kanna bakgrunnsþekkingu nemenda á orðaforða kaflans með því að nota samstæðuspil með myndum og orðum úr kaflanum. Nemendur vinna saman og raða saman orðum og myndum og giska þannig á hvað orðin þýða. Sum orð eru lík í mörgum tungumálum og svo er gott að athuga hvort nemendur séu ekki eins miklir byrjendur í íslensku og talið er.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=