46 Verkefnabók bls. 68–69 • Nemendur skrifa inn rétta mynd af lýsingarorðunum og þurfa þá að vita í hvaða kyni orðin eru til að geta gert þetta rétt. Hérna sjá þau svart á hvítu hve mikilvæg er að vita kyn nafnorða. Einnig er æfing á bls. 69 þar sem nemendur eiga að skrifa hvað þeir sjá á myndinni og hvernig það er á litinn. Lesbók bls. 69 Spurnarorð • Rifjið upp spurnarorðin sem nemendur kunna nú þegar, t.d. „hvað“, „hver“, „hvaðan“ og hvetjið nemendur til að búa til spurningar með þessum spurnarorðum. Bætið svo við orðunum „hvernig“ og „hvenær“. • Æfið þetta með því að spyrja „Hvernig er blýanturinn á litinn?“ „Hvernig er bókin á litinn?“ • Hvetjið nemendur til að búa til fimm spurningar með orðinu „hvernig“ og spyrja bekkjarfélaga. Verkefnabók bls. 69 • Nemendur búa til spurningar sem passa við svörin fyrir neðan með spurnarorðunum hvernig og hver. Lesbók bls. 69 Samtengingar • Bendið nemendum á að þegar við skrifum texta er oft gott að nota samtengingar. Farið yfir orðin „fyrst“, „svo“ og „síðan“. • Æfið með nemendum og segið t.d. frá kennslustund. Fyrst hlustum við á kennarann, svo gerum við æfingar og síðan skrifum við í verkefnabók. • Hvetjið nemendur til að koma með fleiri dæmi þar sem hægt er að nota samtengingar. Verkefnabók bls. 70 • Nemendur skoða stundatöfluna, lesa textann um Stefán og skrifa hann svo aftur með samtengingum. Athugið að tímaröðin er ekki rétt í dæminu svo að verkefnið krefst hugsunar. • Neðra verkefnið er frjáls ritun þar sem nemendur lýsa miðvikudegi í lífi Stefáns og geta haft stundatöfluna til hliðsjónar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=