41 Lesbók bls. 62–63 • Hlustun 37. Nemendur hlusta á samtölin og lesa síðan það sem fólkið á myndinni er að segja. • Finnið út hvaða stofur eru eins og í ykkar skóla og hvaða stofur eru öðruvísi eða jafnvel ekki í ykkar skóla. Ræðið einnig sérgreinastofur eða rými sem ekki eru á myndunum. • Athugið að mörg ný orð eru á blaðsíðunum. Þau koma öll fyrir aftur síðar. Farið vel yfir orðaforðann og gefið nemendum tækifæri til að skrifa hjá sér og læra ný orð. En aðalatriðið hér er að nemendur læri nöfnin á stofum og stöðum í skólanum, að þau kynnist skólahúsnæðinu vel og rati um skólann. • Útskýrið að orðið „stofa“ er líka stofa á heimili fólks með sófa og sjónvarpi. Orðinu er svo bætt við orðin yfir greinar – kennslustofa, smíðastofa o.s.frv. • Umræður um hvað sé hægt að gera í þessum stofum og jafnvel hvað „má gera“. Verkefnabók bls. 60–61 • Hvað heita stofurnar? Nemendur skrifa undir myndirnar hvað stofurnar heita. Hér má ef til vill bæta við orðaforða sem tengist myndunum. • Hvað eru krakkarnir að gera? bls. 61. Nemendur skrifa undir myndirnar hvað krakkarnir á myndunum eru að gera. Hvetjið nemendur til að skrifa í heilum málsgreinum og einnig geta þau skrifað þýðingu orðanna á sínu tungumáli. • Tengiverkefni. Nemendur tengja saman orð til að mynda málsgrein. Hugmyndir • Búið til kort eða yfirlit af ykkar skóla með nemendum, þeir skrifa síðan á kortið hvar hver og ein stofa er. Hér væri sniðugt að nota Padlet. • Quizlet: Nemendur búa til Quizlet með nýju orðunum á síðunni. • Kahoot: Búið til Kahoot yfir skólastofurnar eða annan orðaforða á blaðsíðunum. • Sýnið myndina af skólastofunum aftur og leggið inn: „Hvað er hægt að gera …?“ Eða „Hvað gerir þú ... … í smíðastofunni? Þar er hægt að smíða hillu. … í myndmennt? Þar er hægt að teikna og mála. … á skrifstofunni? Fá plástur og hringja í mömmu eða pabba. … í íþróttum? Hlaupa, stökkva, gera æfingar og spila handbolta.“ • Hægt er að rifja upp og æfa betur sögnina „mega“ t.d. „Má borða á bókasafninu?“ „Má lesa í skólastofunni?“ „Hvað má ekki gera í íþróttum?“ o.s.frv. • Skrifið á miða sagnirnar: að lesa, prjóna, baka, borða, smíða, reikna, mála, spila á hljóðfæri, sauma. Nemandi dregur einn miða og leikur sögnina en hinir eiga að giska á hvað verið er að leika.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=