40 • Hlustun 36. Nemendur hlusta á samtal Söru og Bins á bls. 60 og spreyta sig síðan á að lesa textann, t.d. í pörum. Spyrjið nemendur hver sé uppáhaldsliturinn þeirra. • Skoðið með nemendum myndina af vegglistaverkinu á bls. 61. Ræðið og lesið merktu orðin á myndinni. Vekið aftur athygli nemenda á því að litir (lo.) breytast eftir kynjum. Spyrjið nemendur hvernig nokkrir hlutir á myndinni eru á litinn. • Spurningar bls. 61. Hvetjið nemendur til að spyrja og svara spurningunum neðst á síðunni, t.d. er hægt að vinna saman í pörum. Athugið að það eru ný orð á þessari síðu sem þarf að gefa nemendum tækifæri til að læra. Verkefnabók bls. 58–59 • Hvað heita litirnir? Nemendur skrifa hvað litirnir heita. • Hvað er þetta og hvernig er það á litinn? Nemendur skrifa hvað hluturinn heitir og hvernig hann er á litinn. • Nemendur skrifa hver uppáhaldsliturinn þeirra er. • Hlustunaræfing 22. Nemendur hlusta og merkja við rétt svar. Nemendur skrifa hvernig skólataskan þeirra er á litinn. Hugmyndir • Notið spjöld með orðunum sem nemendur hafa lært ásamt litaspjöldum. Nemendur draga eitt orð og eitt litaspjald og eiga að segja hvernig hluturinn er á litinn (gulur blýantur, gul bók). • Fyrirmælaverkefni. Skrifið á töfluna fyrirmæli um að teikna eitthvað ákveðið og lita í ákveðnum litum. • Litaverkefni. Finnið útlínumynd og ljósritið. Nemendur lita myndina eftir ykkar fyrirmælum. (Gætið þess að myndin sé ekki of barnaleg). Skólastofur Kveikja • Farið með nemendur í gönguferð um skólann og kíkið inn í allar sérgreinastofurnar ásamt matsal, skrifstofu og bókasafnið. Verið með lista yfir þær stofur sem eru í ykkar skóla og þrjár línur fyrir aftan nafn hverrar stofu. Hvetjið nemendur til að finna þrjá hluti í hverri stofu sem þau kunna ekki íslenska heitið á. Nemendur spyrja um heiti þessara hluta og skrifa þá niður. (Ef þau þora ekki að spyrja um orðin inni í stofunni geta þau skrifað þau á sínu tungumáli og þýtt síðan yfir á íslensku). Einnig hægt að taka myndir af hlutum og spyrja seinna um heiti hlutanna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=