38 Verkefnabók bls. 54–56 • Hvað eru þau að gera? Nemendur skrifa á línurnar hvað hver og einn nemandi er að gera. Sumar athafnirnar koma fyrir fyrr í kaflanum. • Nemendur skrifa málsgreinar bls. 55 og nota sagnirnar „að vera“ og „að nota“. Ég er að skrifa, Þú ert að skrifa, hann, hún, hán er að skrifa. Ég nota, þú notar, hann, hún, hán notar. Undir verkefninu eru hjálparorð sem hægt er að nýta. • Krossgáta bls. 56 er úr hluta orðaforða kaflans. • Glósur. Nemendur glósa orðin á sínu tungumáli og bæta við orðum eftir þörfum. Hugmyndir • Hvað ertu að gera? Lyftið upp myndum af hlutunum úr kaflanum og biðjið nemendur (einn í einu) að segja setningar með orðinu. Blýantur = Ég er að skrifa, ég nota blýant. • Búa til renninga með annars vegar setningunum: „Ég er að skrifa.“, „Ég er að ydda.“, „Ég er að stroka út.“, „Ég er að reikna.“, „Ég er að mæla.“ o.s.frv. og hins vegar renninga með setningunum: „Ég nota blýant“, „Ég nota yddara.“, „Ég nota reiknivél.“ o.s.frv. Nemendur eiga svo að para saman setningarnar þannig að þær passi og e.t.v. skrifa þær niður í stílabók. Einnig er hægt að gera minnisspil úr þessum setningum þannig að nemendur eiga að finna setningu og svo mynd sem passar við. • Látbragðsleikur: Nemandi fær miða með sagnorði og á að leika merkingu þess. Hinir nemendurnir eiga að giska hvaða sagnorð þetta er. Hægt er að hafa þetta sem keppni þar sem sá nemandi sem segir rétta orðið fyrst fær stig. Könnun úr 5. kafla Fylgiskjöl • Spurningar • Orð og myndir úr 5. kafla (heftari, gatari, tússlitur, reiknivél, pensill, gráðubogi, reglustika, körfubolti, landakort, tröppur, róla, stundatafla, mappa, fótbolti, bókahilla, gluggi, hringfari, karfa, hurð, ruslakarfa, parís, snagi, sópur)
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=