37 Hugmyndir • Má ég fá?/Veiðimaður: Hafið við höndina tvöfalt sett af myndum eða spjöldum af orðaforða kaflans (eða fleiri) og spilið „veiðimann.“ Nemendur spyrja „má ég fá blýant?“ ef einhver er með spjald með gatara segir hann „gjörðu svo vel“ ef enginn er með þannig spjald á sá hinn sami að draga nýtt. • Minnisspil með myndaspjöldum af orðum kaflans annars vegar og orðaspjöldum hins vegar. • Til að æfa orðaforðann enn frekar er hægt að nota eftirfarandi: Kims-leik. Kennari leggur nokkra hluti á bakka (orðaforða sem verið er að vinna með hverju sinni) og hylur bakkann með dúk eða handklæði. Svo tekur kennarinn dúkinn af bakkanum og nemendur hafa eina eða tvær mínútur til að leggja á minnið hvað sé á bakkanum. Því næst hylur kennarinn aftur bakkann. Nemendur eiga þá að skrifa niður öll þau orð sem þau muna. Bæði er hægt að vinna þetta einstaklingslega eða í hópi. Þegar þau hafa skrifað niður orðin sýnir kennarinn aftur bakkann og nemendur finna út hverju þeir gleymdu. Spilið Tvennu. Öppin Kahoot, Quizlet og Bitsboard. Hvað ert þú að gera? Kveikja • Hafið bók, yddara, liti, strokleður, reglustiku, skæri og pensil á borðinu. Útskýrið sagnorðin með sýnikennslu: Að lesa, að ydda, að lita, að stroka út, að klippa og að mála. Lesbók bls. 54–55 • Skoðið myndirnar í bókinni af nemendum sem eru að fást við ýmislegt. • Hlustun 32 og 33. Nemendur hlusta á og lesa viðtalið fyrir skólablaðið á bls. 54 og texta undir myndum á bls. 55. Hér koma líka fyrir nokkur ný nafnorð sem nemendur geta flett upp og fundið út hvað þýða. • Nemendur svara spurningunum við hlustun 33 munnlega og búa jafnvel til fleiri spurningar sjálf. Mikilvægt er að allir fái tækifæri til að tjá sig. • Hlustun 34. Halda nemendur að strákurinn sé að skrifa ritgerð eða ekki?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=