36 Lesbók bls. 52–53 • Skoðið myndina bls. 52-53 í lesbókinni vel með nemendum. Þar er margt að gerast. • Hlustun 31. Nemendur geta hlustað á samtölin og lesið þau upphátt. Farið líka yfir nýja orðaforðann á myndinni og það getur verið góð hugmynd að hafa raunverulega hluti við höndina og æfa þannig heiti þeirra (t.d. reglustiku, möppu, landakort, tölvu, spjaldtölvu, reiknivél, heftara, gatara, pensil, ruslafötu, sóp, gráðuboga, hringfara). • Bendið nemendum á það sem kennarinn á myndinni er búinn að skrifa á töfluna. Rifjið upp með nemendum muninn á sagnorðum og nafnorðum ef það þarf. Bendið nemendum á að nafnorðin í bókinni eru oft skrifuð í lit eftir kyni í samantekt og mikilvægt sé að læra í hvaða kyni orðið sé til að geta notað það rétt. • Bendið nemendum á að þegar við biðjum um hluti segjum við „má ég fá penna“, en ekki „penni“. Útskýrið að í íslensku beygjum við orðin. „Þetta er penni, má ég fá penna?“ „Þetta er reglustika, má ég fá reglustiku?“ Aðalatriðið hér er að þau þekki orðin. Ef nemendur hafa grunn í málfræði má benda á að orð sem enda á -i og -ur í eintölu eru oftast karlkyns, orð sem enda á -a eru kvenkyn og þau sem eru endingarlaus eru oftast hvorugkyns (en stundum kvenkyns). • Nemendur æfa sig að segja „má ég fá ..?“, „getur þú rétt mér …“ og rétta fram hlutina sem um ræðir. Á þessu stigi er ekki mikilvægt að orðin séu beygð rétt. Aðalatriðið er að nemendur tjái sig og noti orðin aftur og aftur. Einnig er mikilvægt að nemendur æfi sig að segja „getur þú hjálpað mér?“, „ ég skil ekki“ og „má ég fara á klósettið?“ Ræðið rammana neðst á bls. 52 þar sem sýnt er að „getur þú“ er einnig hægt að skrifa og segja sem „geturðu“ og að „vilt þú“ er það sama og „viltu“. Verkefnabók bls. 50–53 • Nemendur skrifa orðin undir myndirnar bls. 50 og þurfa að vita kyn þeirra til að geta sett rétt eignarfornafn á neðri línuna eins og dæmið sýnir. • Hlustunaræfing 21. Nemendur hlusta og merkja við rétt svör. • Nemendur svara spurningum neðst á bls. 51 og nota orðaforðann sem unnið var með í kaflanum. • Má ég fá? bls. 52. Hér eiga nemendur að skrifa inn rétt orð í eyðurnar. • Orðaröð: Hér eiga nemendur að raða orðunum í rétta röð. Þetta eru setningar sem eru í lesbókinni og þau ættu að þekkja. • Glósur. Nemendur glósa orðin á sitt tungumál og bæta við eftir þörfum. • Ritun bls. 53. Nemendur skrifa stuttan texta um myndina af skólastofunni og nota þann orðaforða sem þau hafa lært.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=